Friday, July 30, 2004
Pass
Ég er eiginlega hálf orðlaus í þessu skemmtilega veðri. Það er bara farið að hausta í júlí. Óver and át.
Thursday, July 29, 2004
Húsmæðraorlof
Ég er í sumarfríi þessa vikuna. Þar sem við erum ekki erlendis, ekki í sumarbústað eða ekki að gera neitt sérstakt, get ég ekki sagt að mér finnist ég vera í fríi. Ég bara get ekki slakað á heima hjá mér. Ég er rokin upp eftir 10 mínútur og finnst endilega að ég þurfi nú að skúra eða þvo þvott. Þetta samviskubit er alveg að fara með mig.
Ég held líka að húsmæður fari yfirleitt ekki í neitt sumarfrí. Það er helst að þær skipti um umhverfi, en húsverkin eru líka á Spáni.
Ég held líka að húsmæður fari yfirleitt ekki í neitt sumarfrí. Það er helst að þær skipti um umhverfi, en húsverkin eru líka á Spáni.
Wednesday, July 28, 2004
Kirkjugarðar Reykjavíkur
Í dag fór fjölskyldan í kirkjugarðinn til að hreinsa til hjá látnum ættingjum. Mér finnst alltaf gott að koma í kirkjugarðinn. Ég fyllist einhverri ró og svo rifjast upp gamlar minningar frá þeim sumrum sem ég hafði það að starfi að róta þar arfa og planta blómum. Ég á margar góðar minningar frá þeim sumrum. Eitt sinn slapp vistmaður út af Grund og vafraði um garðinn. Sú sjón var nokkuð skerí. Gömul gráhærð kona sveimandi um í hvítum náttkjól er ekki eitthvað sem maður vill sjá í kirkjugörðum.
Yfirleitt klæddist maður grænu regngallauníformi í takt við íslenskt sumarveður. Svo sat maður og spjallaði við hinar stelpurnar og reytti nokkra arfa þess á milli. Það var líka alltaf eitthvað spennandi að gerast í kirkjugarðinum. Maður gerðist spæjari ef jarðaför var í gangi, því mátti ekki sjást til okkar. Þá var skriðið á maganum og verið í felum bak við legsteina. Við vorum að vísu eitt sinn svo óheppnar að vera í feluleik þegar líkfylgd birtist. Það varð smá panik því ein var eftir ófundin. Hún var búin að finna sér góðan felustað, en var farið að leiðast. Þegar hún heyrði þrusk ákvað hún að gera sprell í leitaranum og stökkva fram úr felustaðnum með miklum látum. Það var mikil mildi að líkmennirnir misstu ekki kistuna út úr höndunum á sér.
Yfirleitt klæddist maður grænu regngallauníformi í takt við íslenskt sumarveður. Svo sat maður og spjallaði við hinar stelpurnar og reytti nokkra arfa þess á milli. Það var líka alltaf eitthvað spennandi að gerast í kirkjugarðinum. Maður gerðist spæjari ef jarðaför var í gangi, því mátti ekki sjást til okkar. Þá var skriðið á maganum og verið í felum bak við legsteina. Við vorum að vísu eitt sinn svo óheppnar að vera í feluleik þegar líkfylgd birtist. Það varð smá panik því ein var eftir ófundin. Hún var búin að finna sér góðan felustað, en var farið að leiðast. Þegar hún heyrði þrusk ákvað hún að gera sprell í leitaranum og stökkva fram úr felustaðnum með miklum látum. Það var mikil mildi að líkmennirnir misstu ekki kistuna út úr höndunum á sér.
Monday, July 26, 2004
Ryksugan á fullu
Ég þoli ekki ryk. Ég held ég geti hreinlega gengið svo langt að segja að ég hati ryk. Það er alveg sama hvað maður ryksugar oft, það kemur alltaf aftur. Það er eins og það liggi í leyni meðan ryksugan er í gangi, en svo þegar maður heldur að allt sé orðið hreint, sprettur það fram á öllum stöðum. Hvaðan skyldi allt þetta ryk koma? Er það framleitt einhvers staðar og svo dreift í hús og hýbýli eða er þetta eitthvað sem átti bara að fylgja húsinu (þó að ég sé pottþétt á því að það stóð ekkert um það í kaupsamningnum). Kannski ef ég hætti bara alveg að ryksuga þá gefst það upp,hættir að hrekkja mig og fer, eins og hrekkjusvín sem gerðu manni lífið leitt í gamla daga. Læt sem ég taki ekki eftir því í nokkra daga og sé hvað gerist.
Ég held líka að þetta gæti verið efni í hryllingsmynd fyrir húsmæður. "No matter how you try, you can never escape THE DUST MONSTER"!!
Ég held líka að þetta gæti verið efni í hryllingsmynd fyrir húsmæður. "No matter how you try, you can never escape THE DUST MONSTER"!!
Saturday, July 24, 2004
Þvílík snilld
Við mæðgurnar leigðum The Holy Grail í gærkveldi. Fannst hún vera komin á þann aldur að hægt væri að kynna hana fyrir hinum magnaða húmor Monty Python. Við hlógum okkur máttlausar. Meira að segja Björn sýndi myndinni mikinn áhuga, þrátt fyrir að hann væri of ungur til að skilja engilsaxneskuna. Að hugsa sér að þessi mynd er orðin 30 ára gömul. Þetta er klassík sem hættir aldrei að virka. Tökum sem dæmi:
Minstrel: [singing] Brave Sir Robin ran away, bravely ran away away. When danger reared its ugly head, he bravely turned his tail and fled. Yes, brave Sir Robin turned about, and valiantly, he chickened out. Bravely taking to his feet, he beat a very brave retreat. A brave retreat by brave Sir Robin.
eða
[The King gestures to the window]
King of Swamp Castle: One day, lad, all this will be yours.
Prince Herbert: What, the curtains?
King of Swamp Castle: No, not the curtains, lad, all that you can see stretched out into the far reaches of this land! That'll be your kingdom, lad.
Minstrel: [singing] Brave Sir Robin ran away, bravely ran away away. When danger reared its ugly head, he bravely turned his tail and fled. Yes, brave Sir Robin turned about, and valiantly, he chickened out. Bravely taking to his feet, he beat a very brave retreat. A brave retreat by brave Sir Robin.
eða
[The King gestures to the window]
King of Swamp Castle: One day, lad, all this will be yours.
Prince Herbert: What, the curtains?
King of Swamp Castle: No, not the curtains, lad, all that you can see stretched out into the far reaches of this land! That'll be your kingdom, lad.
Friday, July 23, 2004
Effff emmmm
Ég held að ég sé búin að finna mér nýja uppáhaldsútvarpsstöð. Ég rambaði að tilviljun á stöð á fm91.90. Þar eru spiluð öll gömlu góðu lögin. Maður er orðin svo gamall að maður fyllist sæluhrolli og nostalgíu við að heyra lögin sem voru vinsæl, þegar...
Annars er ég svo heppin að vera með útvarp í hausnum. Stundum þarf bara smá einbeitningu og þá hljóma lögin í hausnum á mér, eins og ég vil hafa þau. Nei ég heyri ekki raddir, ég heyri tónlist. Ég heyri meira að segja í GSM símanum mínum löngu eftir að hann er þagnaður. Skyldi vera of mikið tómarými þarna á efri hæðinni??
Annars er ég svo heppin að vera með útvarp í hausnum. Stundum þarf bara smá einbeitningu og þá hljóma lögin í hausnum á mér, eins og ég vil hafa þau. Nei ég heyri ekki raddir, ég heyri tónlist. Ég heyri meira að segja í GSM símanum mínum löngu eftir að hann er þagnaður. Skyldi vera of mikið tómarými þarna á efri hæðinni??
Thursday, July 22, 2004
Tíska
Í dag er ég röndótt. Ég fór í klippingu og splæsti á mig strípum í gær. Ég er ekki vön að eyða miklum peningum í hárið á mér, hef meira að segja verið þekkt fyrir það að klippa sjálf á mér toppinn á milli klippinga, til að spara pening. Ég er ekki ein af þeim sem eltir tískuna. Ég ÞARF ekki að eignast nýjustu skóna eða flíkina, bara af því að einhver segir að hún sé í tísku. Mín föt eru meira svona þægileg, eitthvað sem ég fíla og umfram allt ódýr. Helst svo ódýr að ég hafi keypt þau á útsölu. Ég er á ákveðnum tímamótum núna. Finnst ég verða að fara að hætta að klæða mig eins og og ung kona og fara að færa mig meira í dragtartísku miðaldurins. Ég bara get ómögulega hætt að ganga í gallabuxum, bolum og hermannakvartbuxum. Í gamla daga þegar ég var unglingur spáði ég meira í hvað öðrum fannst um fötin mín. Ég gekk í gegnum mörg tímabil, allt frá því að vera pönkari og upplifa svo hina frægu eitís tísku. Það eina sem ég er alveg ákveðin í er að verða ekki föst í tískunni sem var uppi þegar ég var ung. Það er hreinasta hörmung að sjá sumar konur sem greiða sér ennþá eins og þær gerðu fyrir 20 árum.
Annars er það helst í fréttum að ég fór í bíó í gær. Það er saga til næsta bæjar þegar ég bregð mér í bíó og eru þá yfirleitt Disney myndirnar í forgangi. Við fórum 3 skvísur saman á Fridays og svo í bíó. Fyrir valinu varð Spiderman 2, því það var eiginlega ekkert betra í boði. Ég held að ég geti ekki mælt með þessari mynd. Hún er bara ekki góð. Það var eiginlega bara eitt sem mér fannst gott við þessa mynd og það er gervið á Dr.Octaviusi. Ég var bara ekki alveg að fíla það að stór hluti myndarinnar gekk út á sálarkreppu Spiderman. Ég hélt að ofurhetjur væru yfir þær hafnar.
Annars er það helst í fréttum að ég fór í bíó í gær. Það er saga til næsta bæjar þegar ég bregð mér í bíó og eru þá yfirleitt Disney myndirnar í forgangi. Við fórum 3 skvísur saman á Fridays og svo í bíó. Fyrir valinu varð Spiderman 2, því það var eiginlega ekkert betra í boði. Ég held að ég geti ekki mælt með þessari mynd. Hún er bara ekki góð. Það var eiginlega bara eitt sem mér fannst gott við þessa mynd og það er gervið á Dr.Octaviusi. Ég var bara ekki alveg að fíla það að stór hluti myndarinnar gekk út á sálarkreppu Spiderman. Ég hélt að ofurhetjur væru yfir þær hafnar.
Wednesday, July 21, 2004
Friður
Ég lenti í rifrildi við móður í hverfinu í gærkvöldi. Rifrildið var svo sem ekkert merkilegt, en ég er bara alveg miður mín. Ég þoli ekki að vera upp á kant við fólk. Ég bara verð ekki róleg ef ég veit að einhver er fúll út í mig. Ég vil bara að öll dýrin í skóginum séu vinir. Ef upp koma vandamál hjá börnunum mínum, vil ég geta hringt og spjallað við mæður hinna barnanna og leysa málið. Þessi kona sá semsagt ekki málin út frá sama sjónarmiði og vildi að börnin leystu sín vandamál sjálf. Málið er bara að ég treysti þeim ekki alveg í það strax og vill kenna þeim hvernig taka á á málunum.
Kannski skipti ég mér allt of mikið af þessu. Að mati annara er ég svona bjargvættartýpa. Kannski ætti ég að sækja um vinnu sem ríkissáttasemjari. Ég held að ég hefði verið góð á hippatímanum.
Kannski skipti ég mér allt of mikið af þessu. Að mati annara er ég svona bjargvættartýpa. Kannski ætti ég að sækja um vinnu sem ríkissáttasemjari. Ég held að ég hefði verið góð á hippatímanum.
Tuesday, July 20, 2004
Fjölmiðlafrumvarp RIP
Þá eru þeir loksins búnir að drepa fjölmiðafrumvarpið. Ég vona bara að þeir jarði það í beinu framhaldi. Ég var búin að fá alveg nóg af þessari umræðu um þetta blessaða frumvarp og þjóðaratvæðagreiðslu. Það var varla hægt að kveikja á útvarpi eða fletta blaði án þess að það væri verið að fjalla um frumvarpið og afleiðingar þess. Ég verð að viðurkenna að ég setti mig aldrei inn í þetta frumvarp. Ég vissi að það var um eignarhald á fjölmiðlum, en það er allt og sumt. Ég hef nefnilega aldrei verið hrifin af pólítík. Ég er ekki flokksbundinn og kýs ekki alltaf sama flokkinn, heldur eftir sannfæringu hverju sinni. Amma sagði líka að maður ætti að vera ópólitískur. Ef maður ætlaði að stefna að því að verða forseti, þá yrði maður að passa sig á því að vera ópólitískur. En það er víst ekki lengur.
Annars finnst mér það besta við málið að Davíð er búinn að samþykkja að hætta við fjölmiðlafrumvarpið. Hann ætlar að snúa sér að öðru máli. Nú ætlar hann að reyna að fá það fellt út úr stjórnarskrá að forseti megi hafa neitunarvald. Hann Davíð kallinn, hann gefst ekki upp.
Annars finnst mér það besta við málið að Davíð er búinn að samþykkja að hætta við fjölmiðlafrumvarpið. Hann ætlar að snúa sér að öðru máli. Nú ætlar hann að reyna að fá það fellt út úr stjórnarskrá að forseti megi hafa neitunarvald. Hann Davíð kallinn, hann gefst ekki upp.
Monday, July 19, 2004
Útileguhelgi
Fjölskyldan fór í tjaldútilegu um helgina. Fyrir valinu varð Arnarstapi á Snæfellsnesi. Ég er nefnilega ekki frá því að Snæfellsnesið sé að verða að mínum uppáhaldsstað á landinu. Náttúran er rosalega fjölbreytt, allt frá baðströndum að köldum jökli. Annars er ég ekki viss, það er nú ansi fallegt á fleiri stöðum á landinu. Maðurinn minn er jafn öfgakenndur og Kaninn að því leiti að honum finnst landið sitt vera fallegast og best í heimi. Hann lýsir því oft og iðulega yfir að hann gæti ekki hugsað sér að búa annarsstaðar. ANYWAY Það var mjög margmennt á tjaldsvæðinu á Arnastapa. Það kom mér á óvart hversu margir voru í venjulegum tjöldum. Venjulega eru það fellihýsi og húsvagnar af öllum stærðum og gerðum sem eru mest áberandi, en í þetta sinn voru fleiri tjöld af gömlu gerðinni. Við eigum "bara" venjulegt tjald. Það er að vísu nýtt og mjög þægilegt. Við keyptum líka uppblásanlegar dýnur til að sofa á, svo þetta er voða kósí hjá okkur. Það var bara einn galli á gjöf Njarðar. Mér taldist til að það hefðu verið svona á uþb. 150 manns á tjaldsvæðinu. Þessir 150 höfðu alls þrjú klósett til afnota. Það voru LANGAR raðir á klósettið. Ég heyrði það að tjaldstæðisumsjónarmennirnir hefðu bara ekki átt von á svona mörgum, en það finnst mér skrýtið. Það er pláss fyrir öll þess tjöld á svæðinu og hefði verið hægt að troða miklu fleiri tjöldum með góðu móti. Fyndið hvernig svona hlutir geta komið á óvart.
Annars var ég soldið óheppin. Ég sólbrann. Ég er ein af þeim sem á auðvelt með að sólbrenna. Ég vissi að það var von á sólskini, svo ég tók með mér sólarvörn. Ég ákvað að taka með mér vörn númer 10, sem er sólarvörnin sem maðurinn minn tók með sér til Afríku um árið. Þrátt fyrir að hafa borið vörnina samviskusamlega á mig og það tvisvar, tókst mér að sólbrenna. Það varð svo heitt á sunnudeginum að ég var orðin pirruð út í sólina. Mér var heitt og fann hvernig ég bakaðist í sólinni. Ótrúlegt! Ég sem elska að vera í sólarlöndum, í hita og sól, fannst orðið fullheitt hér heima á Klakanum. Versti sólbruninn er líka á stað, sem ég held að ég hafi aldrei brunnið á áður. Í örvæntingu minni til að skýla andlitinu frá brunanum, lagðist ég á magann. Og þá sólbrann ég í hnésbótunum.;)
Annars var ég soldið óheppin. Ég sólbrann. Ég er ein af þeim sem á auðvelt með að sólbrenna. Ég vissi að það var von á sólskini, svo ég tók með mér sólarvörn. Ég ákvað að taka með mér vörn númer 10, sem er sólarvörnin sem maðurinn minn tók með sér til Afríku um árið. Þrátt fyrir að hafa borið vörnina samviskusamlega á mig og það tvisvar, tókst mér að sólbrenna. Það varð svo heitt á sunnudeginum að ég var orðin pirruð út í sólina. Mér var heitt og fann hvernig ég bakaðist í sólinni. Ótrúlegt! Ég sem elska að vera í sólarlöndum, í hita og sól, fannst orðið fullheitt hér heima á Klakanum. Versti sólbruninn er líka á stað, sem ég held að ég hafi aldrei brunnið á áður. Í örvæntingu minni til að skýla andlitinu frá brunanum, lagðist ég á magann. Og þá sólbrann ég í hnésbótunum.;)
Friday, July 16, 2004
Heilagt stríð
Ég á í stríði við skúringarliðið á vinnustaðnum. Mér finnst það þrífa umfram reglur og skyldur við skúringar. Þannig er mál með vexti að ég er eins og svo margir að reyna að drekka lögboðinn skammt af vatni pr. dag. Það gengur svona upp og ofan. Nýlega var settur upp vatnsdunkur svo núna get ég alltaf gengið að köldu og fersku vatni. Vandamálið er bara það að þau glös sem eru í boði við vatnsdunkinn eru hálfgerð dúkkuglös og það tæki mig margar ferðir fram og til baka, til að drekka þessa 1,5 til 2 lítra sem er víst búið að mæla út að hver meðaljón eigi að drekka.
Ég fann lausn á vandanum. Ég fékk mér einfaldlega stærra glas sem rúmar hálfan líter. Þetta hefði átt að vera lausnin á vandanum, en þá kom upp nýtt vandamál. Skúriningarfólkið (ekki konan), tekur nefnilega alltaf þetta forláta glas af borðinu mínu og felur það fyrir mér. Ég hef verið að finna það út í glugga, uppá skáp og bara alls staðar sem það á ekki að vera. Ég hef reynt að setja miða á glasið til að sporna við þessu, en það gengur bara ekkert. Ég verð bara að fara að fela glasið sjálf og finna einhvern rosalega góðan stað. Það er annað hvort það, eða færa vatnsdunkinn inn á skrifstofu til mín..
Ég fann lausn á vandanum. Ég fékk mér einfaldlega stærra glas sem rúmar hálfan líter. Þetta hefði átt að vera lausnin á vandanum, en þá kom upp nýtt vandamál. Skúriningarfólkið (ekki konan), tekur nefnilega alltaf þetta forláta glas af borðinu mínu og felur það fyrir mér. Ég hef verið að finna það út í glugga, uppá skáp og bara alls staðar sem það á ekki að vera. Ég hef reynt að setja miða á glasið til að sporna við þessu, en það gengur bara ekkert. Ég verð bara að fara að fela glasið sjálf og finna einhvern rosalega góðan stað. Það er annað hvort það, eða færa vatnsdunkinn inn á skrifstofu til mín..
Thursday, July 15, 2004
Greinilega allt of saklaus
Ó mæ god. Þetta fann ég á einkamál.is, þar sem ég vafraði inn af einskærri forvitni
"Er vel giftur og myndarlegur en mig langar í lipran leikfélaga til að eiga góða stund með á afviknum stað. Ung og glöð kona er engin hindrun. Ég held að bólfimi sé mér í blóð borin, en vantar meiri æfingu."
"Er vel giftur og myndarlegur en mig langar í lipran leikfélaga til að eiga góða stund með á afviknum stað. Ung og glöð kona er engin hindrun. Ég held að bólfimi sé mér í blóð borin, en vantar meiri æfingu."
Draumar
Mig dreymdi fremur furðulegan draum í nótt. Ég var stödd í söguþræði sem var keimlíkur LOTR myndinni. Ég var með hring sem allir vondu gæjarnir ásældust. Það eina sem stakk mig var að ég ferðaðist um á farartæki sem líktist helst fljúgandi geimsæþotu. Vondu gæjarnir skutu líka á mig lazerskotum. Mér fannst þessi draumur alveg fáránlegur, bæði þar sem ég er frekar lofthrædd og ég hata hluti sem fara hratt eins og td. hin ýmsu tívolítæki.
Ég hef soldið gaman af því að spá í drauma. Það eru tveir draumar sem mig dreymir aftur og aftur. Í öðrum draumnum er ég að missa úr mér allar tennur. Ég bara tíni þær útúr mér eins og ekkert sé eða þær hreinlega hrynja út úr munninum á mér. Í hinum draumnum er ég nakin. Ég bara uppgötva allt í einu mér til skelfingar að ég sé nakin, þó að það virðist ekki trufla aðra í draumnum. Ég reyni mikið að hylja nektina og virðist þá alltaf enda með sæng utan um mig. Ég fór inn á vef sem heitir dreammoods.com og athugaði hvaða þýðingu þessir draumar hefðu. Ég fann út eftirfarandi:
Teeth. Common dream scenarios include having your teeth crumbling in your hands or your teeth falling out one by one with just a light tap. Such dreams are not only horrifying and shocking, but often leaves the dreamer with a lasting image of the dream. So what does it mean?
One theory is that dreams about your teeth reflect your anxiety about your appearance and how others perceive you. These dreams may stem from a fear of your sexual impotence or the consequences of getting old. Teeth are an important feature of our attractiveness and presentation to others. Everybody worries about how they appear to others. Caring about our appearance is natural and healthy. Another rationalization for these falling teeth dream may be rooted in your fear of being embarrassed or making a fool of yourself in some specific situation. These dreams are an over-exaggeration of your worries and anxiety.
Naked So you are going about your normal routine - going to work, waiting for the bus, or just walking down the street when you suddenly realize that you are stark naked. Becoming mortified at the realization that you are walking around naked in public, is often a reflection of your vulnerability or shamefulness. You may be hiding something and are afraid that others can nevertheless see right through you. The dream may telling you that you are trying to be something that you really are not. Or that you are fearful of being ridiculed and disgraced. Many times, when you realize that you are naked in your dream, no one else seems to notice. Everyone else in the dream is going about their business without giving a second look at your nakedness. This implies that your fears are unfounded; no one will notice except you. You may be magnifying the situation and making an issue of nothing. On the other hand, such dreams may mean your desire (or failure) to get noticed.
Hmmm ætli sé verið að reyna að segja mér eitthvað.
Ég hef soldið gaman af því að spá í drauma. Það eru tveir draumar sem mig dreymir aftur og aftur. Í öðrum draumnum er ég að missa úr mér allar tennur. Ég bara tíni þær útúr mér eins og ekkert sé eða þær hreinlega hrynja út úr munninum á mér. Í hinum draumnum er ég nakin. Ég bara uppgötva allt í einu mér til skelfingar að ég sé nakin, þó að það virðist ekki trufla aðra í draumnum. Ég reyni mikið að hylja nektina og virðist þá alltaf enda með sæng utan um mig. Ég fór inn á vef sem heitir dreammoods.com og athugaði hvaða þýðingu þessir draumar hefðu. Ég fann út eftirfarandi:
Teeth. Common dream scenarios include having your teeth crumbling in your hands or your teeth falling out one by one with just a light tap. Such dreams are not only horrifying and shocking, but often leaves the dreamer with a lasting image of the dream. So what does it mean?
One theory is that dreams about your teeth reflect your anxiety about your appearance and how others perceive you. These dreams may stem from a fear of your sexual impotence or the consequences of getting old. Teeth are an important feature of our attractiveness and presentation to others. Everybody worries about how they appear to others. Caring about our appearance is natural and healthy. Another rationalization for these falling teeth dream may be rooted in your fear of being embarrassed or making a fool of yourself in some specific situation. These dreams are an over-exaggeration of your worries and anxiety.
Naked So you are going about your normal routine - going to work, waiting for the bus, or just walking down the street when you suddenly realize that you are stark naked. Becoming mortified at the realization that you are walking around naked in public, is often a reflection of your vulnerability or shamefulness. You may be hiding something and are afraid that others can nevertheless see right through you. The dream may telling you that you are trying to be something that you really are not. Or that you are fearful of being ridiculed and disgraced. Many times, when you realize that you are naked in your dream, no one else seems to notice. Everyone else in the dream is going about their business without giving a second look at your nakedness. This implies that your fears are unfounded; no one will notice except you. You may be magnifying the situation and making an issue of nothing. On the other hand, such dreams may mean your desire (or failure) to get noticed.
Hmmm ætli sé verið að reyna að segja mér eitthvað.
Wednesday, July 14, 2004
Það er lúxusástand á heimilinu mínu þessa dagana. Í stað þess að sjá til þess að allt heimilisfólk komist á lappir, börnin séu snyrt og klædd og allir með sína fylgihluti, er ég bara að sjá um sjálfa mig. Sumarfrí er frábær tími. Börnin sofa út og ekkert stress í gangi. Ég hef verið að mæta miklu fyrr í vinnuna og get því hætt mun fyrr á daginn. Sem sagt gott á allan hátt.
Í gær mætti til mín herskari af konum til að búa til sultur og chutney. Það voru þrír ættliðir sem stóðu yfir pottunum, hrærðu og smökkuðu. Þetta minnti helst á stórheimili frá fyrri árum. Ég komst að því að þetta er miklu skemmtilegri leið til að gera sultu. Mikið spjallað og hlegið. Ég hugsa að ég hefði bara kunnað vel mig á stórheimili. Að vísu var ég mjög fegin þegar allt liðið var farið og heimilið komst aftur í fyrri ró. Kisa var líka fegin, greyið þorði varla inn fyrir öllum látunum. Við fórum snemma að sofa.
Í gær mætti til mín herskari af konum til að búa til sultur og chutney. Það voru þrír ættliðir sem stóðu yfir pottunum, hrærðu og smökkuðu. Þetta minnti helst á stórheimili frá fyrri árum. Ég komst að því að þetta er miklu skemmtilegri leið til að gera sultu. Mikið spjallað og hlegið. Ég hugsa að ég hefði bara kunnað vel mig á stórheimili. Að vísu var ég mjög fegin þegar allt liðið var farið og heimilið komst aftur í fyrri ró. Kisa var líka fegin, greyið þorði varla inn fyrir öllum látunum. Við fórum snemma að sofa.
Tuesday, July 13, 2004
Leið 11 Hlemmur-Fell
Ég er nýbúin að breyta um akstursleið í vinnuna á morgnana. Ekki það að það væri neitt að þeirri gömlu. Ég er bara svo nýjungagjörn að þessi gamla var orðin hundleiðinleg. Ég er bara ekki frá því að sú nýja sé bara miklu betri.
Ég veit ekki hvort ég yrði álitin góður ökumaður. Ég er stressuð og varkár í umferðinni og tel ég að þeir árekstrar sem ég hef lent í hafi eitthvað með það að gera. Ég lenti til dæmis eitt sinn í sjúkrabíl og þegar ég rankaði við mér á leiðinni uppá Slysó, var "keyrði ég á?" það fyrsta sem ég spurði að. Það blundar samt í mér soldill Schumacher. Mér finnst gaman að keyra hratt. Það eru bara allir hinir asnarnir sem eru að þvælast fyrir mér. Þá rífst ég og skammast við þá hástöfum, því ég get aldrei verið í órétti. Þá er líka gott að ég sé ekki á kraftmeiri bíl. Það gæti reynst mér soldið dýrt. Ég keyri nefnilega á bíl sem er víst hinn nýji Skoda. Nú er Skoda orðinn svo flottur að hann er ekki Skoda lengur. Ég gæti jafnvel hugsað mér að kaupa mér þannig bíl. Maður minn harðneitar, því í hans augum verður Skoda alltaf Skoda.
Ég veit ekki hvort ég yrði álitin góður ökumaður. Ég er stressuð og varkár í umferðinni og tel ég að þeir árekstrar sem ég hef lent í hafi eitthvað með það að gera. Ég lenti til dæmis eitt sinn í sjúkrabíl og þegar ég rankaði við mér á leiðinni uppá Slysó, var "keyrði ég á?" það fyrsta sem ég spurði að. Það blundar samt í mér soldill Schumacher. Mér finnst gaman að keyra hratt. Það eru bara allir hinir asnarnir sem eru að þvælast fyrir mér. Þá rífst ég og skammast við þá hástöfum, því ég get aldrei verið í órétti. Þá er líka gott að ég sé ekki á kraftmeiri bíl. Það gæti reynst mér soldið dýrt. Ég keyri nefnilega á bíl sem er víst hinn nýji Skoda. Nú er Skoda orðinn svo flottur að hann er ekki Skoda lengur. Ég gæti jafnvel hugsað mér að kaupa mér þannig bíl. Maður minn harðneitar, því í hans augum verður Skoda alltaf Skoda.
Monday, July 12, 2004
Útsala
Það er eitthvað sem gerist í kolli kvenna, þegar þær heyra þetta orð. Það er alveg sama hvort þeim vantar eitthvað eður ei, þær verða að komast á útsölur. "Maður gæti nú fundið eitthvað gott tilboð" eða "Mig vantar svo sem ekkert, en maður gæti nú séð eitthvað spennandi" eru fleyg orð af vörum kvenna. Það er líka alveg ótrúlegt hvað skilningarvit skerpast á útsölum. Heyrn verður betri og sjón verður betri. Konur geta fundið þessa einu flík sem eftir er í réttu númeri í haug af fötum. Svo sjá þær tilboð í hinum enda búðarinnar. Einnig er alveg merkilegt að kona sem á yfirleitt í vandræðum með að fylgjast með innistæðu á sínum bankareikning, getur reiknað út afslátt í huganum án teljandi vandkvæða.
Ég fór að sjálfsögðu á útsölur eins og hagsýnni húsmóður sæmir. Sonur minn er farinn að harðneita að þramma með móður sinni á milli búða. Ég var að vísu ekki lengi að finna lausn á því máli. Ég hreinlega tók upp málband og mældi lengd og breidd á fötunum hans. Síðan þegar ég kem á útsölurnar, tek ég bara upp blessað málbandið (það er svona flott lítið málband sem rúllast sjálfkrafa upp) og mæli flíkurnar samviskusamlega. Það er að vísu ekki það að barninu sé farið að skorta föt til að ganga í, maður gæti bara alltaf dottið niður á eitthvað hagstætt tilboð...
Ég fór að sjálfsögðu á útsölur eins og hagsýnni húsmóður sæmir. Sonur minn er farinn að harðneita að þramma með móður sinni á milli búða. Ég var að vísu ekki lengi að finna lausn á því máli. Ég hreinlega tók upp málband og mældi lengd og breidd á fötunum hans. Síðan þegar ég kem á útsölurnar, tek ég bara upp blessað málbandið (það er svona flott lítið málband sem rúllast sjálfkrafa upp) og mæli flíkurnar samviskusamlega. Það er að vísu ekki það að barninu sé farið að skorta föt til að ganga í, maður gæti bara alltaf dottið niður á eitthvað hagstætt tilboð...
Saturday, July 10, 2004
Stefnumótaþjónusta
Það er þáttur á Stöð 2 sem fjallar um ungan konu, lögfræðing, sem rekur nútíma stefnumótaþjónustu. Ég horfi sjaldan á þennan þátt, þar sem mér finnst hann frekar þunnur, en ég fékk þá hugmynd að kannski væri ekki vitlaust að gera eitthvað svipað á Klakanum. Fyrsta fórnarlambið mitt er hún systir mín. Ekki það að hún sé farin eitthvað að örvænta, hún hefur bara kvartað sáran yfir því að allir röngu gæjarnir verði yfirleitt á vegi hennar og að hún viti alls ekki hvar þessir góðu fela sig. Ég réð að sjálfsögðu samstarfskonu mína og minn helsta ráðgjafa til samstarfs og hún var nú ekki lengi að koma með lausnina á vandanum. Hún auglýsti eftir gæðakarlmanni á blogginu sínu og nú standa þeir hreinlega í röðum. Nú þarf maður bara að vita hvaða skref á taka næst, því svo langt hafði engin hugsað.
Annars held ég að ég hafi fengið þessa áráttu að bjarga öðrum í arf frá henni ömmu minni. Þegar ég var yngri kona, á giftingaraldrinum, var hún nefnilega alltaf að reyna að finna handa mér eiginmann. Hún fann þá ansi víða. Allt frá stórtenórum í Söngskólanum og alla leið á helstu stórbýli uppí sveit. Það þýddi ekkert að mögla við hana, hún vissi alltaf betur en ég. Hún var eitt sinn búin að finna eitt fórnarlamb á bóndabæ á Suðurlandinu. Hún var að kenna honum að þenja raddböndin yfir mjöltunum. Hún gekk jafnvel svo langt að vera komin með á hreint hvað bóndagreyið myndi gefa mér í morgungjöf (siður sem er víst ævaforn og tengist brúðkaupi). Hann ætlaði að gefa mér hest. Sá galli er á gjöf Njarðar að ég hef aldrei verið í sveit og myndi ekki vita í hvaða spotta ég ætti að toga í á blessuðum beljunum. Fyrir utan það hef ég aldrei farið á hestbak og ætla ekki að breyta því á næstunni. Ég reyndi að benda ömmu minni á þá staðreynd að ég væri þvílíkt malbiksbarn að ég gæti varla þrifist án dýrðar höfðuðborgarinnar. Það virtust allt vera einhver aukaatriði sem hægt væri að laga.
Við nánari íhugun þá ætti ég kannski ekkert að vera að skipta mér af stefnumótamálum. Það gæti bara endað í bölvaðri vitleysu.
Annars held ég að ég hafi fengið þessa áráttu að bjarga öðrum í arf frá henni ömmu minni. Þegar ég var yngri kona, á giftingaraldrinum, var hún nefnilega alltaf að reyna að finna handa mér eiginmann. Hún fann þá ansi víða. Allt frá stórtenórum í Söngskólanum og alla leið á helstu stórbýli uppí sveit. Það þýddi ekkert að mögla við hana, hún vissi alltaf betur en ég. Hún var eitt sinn búin að finna eitt fórnarlamb á bóndabæ á Suðurlandinu. Hún var að kenna honum að þenja raddböndin yfir mjöltunum. Hún gekk jafnvel svo langt að vera komin með á hreint hvað bóndagreyið myndi gefa mér í morgungjöf (siður sem er víst ævaforn og tengist brúðkaupi). Hann ætlaði að gefa mér hest. Sá galli er á gjöf Njarðar að ég hef aldrei verið í sveit og myndi ekki vita í hvaða spotta ég ætti að toga í á blessuðum beljunum. Fyrir utan það hef ég aldrei farið á hestbak og ætla ekki að breyta því á næstunni. Ég reyndi að benda ömmu minni á þá staðreynd að ég væri þvílíkt malbiksbarn að ég gæti varla þrifist án dýrðar höfðuðborgarinnar. Það virtust allt vera einhver aukaatriði sem hægt væri að laga.
Við nánari íhugun þá ætti ég kannski ekkert að vera að skipta mér af stefnumótamálum. Það gæti bara endað í bölvaðri vitleysu.
Friday, July 09, 2004
1. pistill
Ég mætti í náttbuxunum mínum í vinnuna í dag. Ekki alvöru náttbuxum, heldur kallar samstarfskona mín þessar buxur náttbuxur. Þær eru hvítar og úr hör og líta kannski út eins og gamaldags náttbuxur. ANYWAY ég ákvað að vera sumarleg í dag, í tilefni þess að sólin er eitthvað að brjótast fram. Eins gott að nota þessi sumarföt þá fáeinu daga sem sólin lætur ljós sitt skína.
Annars held ég að ég sé loksins búin að finna brúnkukrem sem ég get notað. Ég er soddan klaufi að ég enda alltaf með flekki og rendur og appelsínugulan lit, EN núna er ég semsagt búin að finna krem sem er brúnt (svo ég sé hvað ég er búin að bera á), það þornar fljótt (svo ég verð ekki öll klístruð) og er ekki mjög dýrt (alltaf hagsýn). Undrakrem þetta heitir Sunless og fæst í öllum betri apótekum bæjarins.
Annars held ég að ég sé loksins búin að finna brúnkukrem sem ég get notað. Ég er soddan klaufi að ég enda alltaf með flekki og rendur og appelsínugulan lit, EN núna er ég semsagt búin að finna krem sem er brúnt (svo ég sé hvað ég er búin að bera á), það þornar fljótt (svo ég verð ekki öll klístruð) og er ekki mjög dýrt (alltaf hagsýn). Undrakrem þetta heitir Sunless og fæst í öllum betri apótekum bæjarins.
Byjendablogg
Ég hef lengi haft þessa löngun í maganum þ.e. að fara að blogga. Alltaf að koma með einhverjar hugmyndir og spögleringar sem ég vildi deila með öðrum.
Það er ekki markmið mitt að vera fyndin eða klár. Ég er bara hversdagsleg húsmóðir sem hef ekkert betra að gera. Ekki vera of krítísk því ég er alger virgin í blogginu.
Það er ekki markmið mitt að vera fyndin eða klár. Ég er bara hversdagsleg húsmóðir sem hef ekkert betra að gera. Ekki vera of krítísk því ég er alger virgin í blogginu.