Wednesday, July 21, 2004
Friður
Ég lenti í rifrildi við móður í hverfinu í gærkvöldi. Rifrildið var svo sem ekkert merkilegt, en ég er bara alveg miður mín. Ég þoli ekki að vera upp á kant við fólk. Ég bara verð ekki róleg ef ég veit að einhver er fúll út í mig. Ég vil bara að öll dýrin í skóginum séu vinir. Ef upp koma vandamál hjá börnunum mínum, vil ég geta hringt og spjallað við mæður hinna barnanna og leysa málið. Þessi kona sá semsagt ekki málin út frá sama sjónarmiði og vildi að börnin leystu sín vandamál sjálf. Málið er bara að ég treysti þeim ekki alveg í það strax og vill kenna þeim hvernig taka á á málunum.
Kannski skipti ég mér allt of mikið af þessu. Að mati annara er ég svona bjargvættartýpa. Kannski ætti ég að sækja um vinnu sem ríkissáttasemjari. Ég held að ég hefði verið góð á hippatímanum.
Kannski skipti ég mér allt of mikið af þessu. Að mati annara er ég svona bjargvættartýpa. Kannski ætti ég að sækja um vinnu sem ríkissáttasemjari. Ég held að ég hefði verið góð á hippatímanum.