Wednesday, July 14, 2004

 
Það er lúxusástand á heimilinu mínu þessa dagana. Í stað þess að sjá til þess að allt heimilisfólk komist á lappir, börnin séu snyrt og klædd og allir með sína fylgihluti, er ég bara að sjá um sjálfa mig. Sumarfrí er frábær tími. Börnin sofa út og ekkert stress í gangi. Ég hef verið að mæta miklu fyrr í vinnuna og get því hætt mun fyrr á daginn. Sem sagt gott á allan hátt.

Í gær mætti til mín herskari af konum til að búa til sultur og chutney. Það voru þrír ættliðir sem stóðu yfir pottunum, hrærðu og smökkuðu. Þetta minnti helst á stórheimili frá fyrri árum. Ég komst að því að þetta er miklu skemmtilegri leið til að gera sultu. Mikið spjallað og hlegið. Ég hugsa að ég hefði bara kunnað vel mig á stórheimili. Að vísu var ég mjög fegin þegar allt liðið var farið og heimilið komst aftur í fyrri ró. Kisa var líka fegin, greyið þorði varla inn fyrir öllum látunum. Við fórum snemma að sofa.

Comments:
ég myndi vilja búa í kattholti með ítalskri fjölskyldu
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?