Thursday, July 29, 2004

 

Húsmæðraorlof

Ég er í sumarfríi þessa vikuna. Þar sem við erum ekki erlendis, ekki í sumarbústað eða ekki að gera neitt sérstakt, get ég ekki sagt að mér finnist ég vera í fríi. Ég bara get ekki slakað á heima hjá mér. Ég er rokin upp eftir 10 mínútur og finnst endilega að ég þurfi nú að skúra eða þvo þvott. Þetta samviskubit er alveg að fara með mig.

Ég held líka að húsmæður fari yfirleitt ekki í neitt sumarfrí. Það er helst að þær skipti um umhverfi, en húsverkin eru líka á Spáni.

Comments: Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?