Wednesday, April 27, 2005

 

Glæpamaður

Ég var að komast að því í dag að ég er glæpamaður (eða kona) og gæti átt það á hættu að vera stöðvuð af lögreglunni.

Ég er nefnilega ennþá á nagladekkjunum!

Tuesday, April 26, 2005

 

Þar höfum við það

Your dating personality profile:

Stylish - You do not lack for fashion sense. Style matters. You wouldn't want to be seen with someone who doesn't care about his appearance.
Adventurous - Just sitting around the house is not something that appeals to you. You love to be out trying new things and really experiencing life.
Intellectual - You consider your mind amongst your assets. Learning is not a chore but a constant search after wisdom and knowledge. You value education and rationality.
Your date match profile:

Intellectual - You seek out intelligence. Idle chit-chat is not what you are after. You prefer your date who can stimulate your mind.
Adventurous - You are looking for someone who is willing to try new things and experience life to its fullest. You need a companion who encourages you to take risks and do exciting things.
Practical - You are drawn to people who are sensible and smart. Flashy, materialistic people turn you off. You appreciate the simpler side of living.
Your Top Ten Traits

1. Stylish
2. Adventurous
3. Intellectual
4. Liberal
5. Big-Hearted
6. Practical
7. Funny
8. Traditional
9. Sensual
10. Shy
Your Top Ten Match Traits

1. Intellectual
2. Adventurous
3. Practical
4. Stylish
5. Traditional
6. Wealthy/Ambitious
7. Big-Hearted
8. Outgoing
9. Funny
10. Athletic

Take the Online Dating Profile Quiz at Dating Diversions

Friday, April 22, 2005

 

Sveitalíf

Símann, sumir telja,
talsvert flókinn hér,
ef viltu, númer velja,
ég vil, kenna þér.
Fyrst þú heyrnartólið tekur
og berð það upp að eyra...
Ef að enginn heyrist sónn,
bilaður er telefónn.

Ó nei ekki er síminn bilaður. Það er bara ekki búið að smíða símstöð í Hvarfa-hverfi. Ég er búin að vera símalaus (og netlaus) í 3 vikur. Þegar ég talaði við bilanir hjá Og Vodafone(því eðalfyrirtæki), var mér sagt að það væri ekki búið að byggja símstöðina fyrir þetta hverfi. Á flestum skiltum í blokkum Álfkonuhvarfs stendur: Íbúðir afhentar í apríl-maí 2005. Skyldi þetta fólk nokkuð eiga síma?????

Thursday, April 14, 2005

 

Með söng í hausnum

Nú er vorprógrammið heldur betur farið að skjóta rótum í hausnum á manni. Það hljóma æfingar þar allan liðlangan daginn. Í augnablikinu er í gangi tónverk sem heitir því skemmtilega nafni Tango nr.5.

Það er heldur betur farið að styttast í tónleika og nú er æft á fullu. 4 tíma æfing í gær og æfingadagur á laugardaginn. Svo er undirbúningur fyrir haustferðalagið í fullum gangi. Búin að borga inná ferðina og er komin með herbergisfélaga. Hún heitir Hulda, og er alveg hörkufjörug gella. Það verður sko gaman hjá okkur.

Tuesday, April 12, 2005

 

Nú er það enn svartara!

Ég náði að brjóta úr mér hálfa tönn. OG tannlæknirinn minn er á Spáni að spóka sig og spila golf. Ég er að vísu svo heppin að það eru tannlæknastofur á sömu hæð í vinnunni, en auðvitað eiga þeir ekki lausan tíma í dag. ÁÁÁ þetta er vont. Tönnin er brotin alveg uppí kviku og hálf af.

ÉG er farin heim.

 

Nú er það svart!

Ég er alveg hætt að botna í veðráttu þessa lands. Allt þakið þykku lagi af snjó og Sumardagurinn fyrsti í næstu viku. Get alveg séð fyrir mér aumingja fólkið, skjálfandi í skrúðgöngu.

Annars finnst mér reyndar þessi blessaði dagur vera tímaskekkja. Mætti seinka honum um cirka mánuð. Það hefur færst í aukana að skemmtanir eru haldnar innandyra vegna veðurs. Mér finnst það segja allt sem segja þarf.

Monday, April 11, 2005

 

Ja hérna

Ef Mogginn segir þetta þá hlýtur það að vera satt:

Afmælisbarn dagsins:
Þú ert háttvís, mælsk og flink manneskja, góð í mannlegum samskiptum og elskar að vera miðdepillinn. Þú átt líka gott með að vinna með öðrum.

Friday, April 08, 2005

 

Afrek gærdagsins

Jæja, ég afrekaði nú ekki svo margt í gær. Ég borgaði teppalagningamönnunum og held að ég sé búin að finna mér þurrkara. Fann AEG þurrkara í Elko á rosalega góðu verði. Það er samt ákveðin tortryggni í mér gagnvart Elko. Veit ekki alveg hvað það er.

Hvað um það. Fékk smá smjörþef af þeim bíltúrum sem ég á eftir að stunda í framtíðinni. Dóttirin þurfti að skreppa á opið hús í skólanum og sonurinn vildi heimsækja vin sinn í "gamla" hverfinu. Það versta er að það er ekki búið að malbika leiðina milli hverfa, þannig að bíllinn finnur heldur betur fyrir öllum akstrinum.
Greyið bíllinn er orðinn svo skítugur að það sést varla hvernig frumliturinn var á honum.

Kvöldið endaði svo með því að ég fór bullsveitt að reyna að hjálpa dótturinni með stærðfræðina. Hún var að fara í próf í dag. Ég hef aldrei verið sleip í stærðfræðinni. Getur einhver sagt mér hvað sjálfstæðar tölur og frumtölur eru??

Thursday, April 07, 2005

 

Frumbyggjaraunir

Ég ákvað að festa niður punkta úr stormasömum innfluttningi, bara svona til að eiga seinna meir (minnið orðið aðeins gloppótt).

Föstudagur 1. apríl
Loksins komið að afhendingu eftir viku seinkun. Það á að vísu eftir að klára ýmislegt og td. ekki komið klósett, en það er von á því seinni part dagsins. Frændur mínir komu og skelltu filt-teppi á gólf og svo var hafist handa við að ferja kassa (gekk mjög vel enda vaskar konur á ferð). Síðasta nóttin mín í gamla húsinu. Í lok dags var ekki komið klósett og stefndi í vandræði, því blessaðir húsbyggjendurnir vinna ekki um helgar.

Laugardagur 2.apríl
Vaknaði með hugmyndir í hausnum um hvernig ég ætti að tala við eigandann vegna klósettleysis. Ákvað að kíkja fyrst uppí íbúð og viti menn, píparinn var á staðnum að klára að setja upp klósettið. stórt hjúkk. Um hádegi voru húsgögn flutt og mér bölvað mikið fyrir þungt píanóið. Ég aftengdi öll ljós og kom ljósastæðum fyrir (ekki þörf fyrir karlmann þar). Fyrsta nótt í nýju húsi. Ég og kisa einar í heilli blokk.

Sunnudagur 3.apríl
Dagur blendna tilfinninga. Um hádegi voru lyklar afhentir af "gamla húsinu". Húsið skoðað í síðasta sinn og svo haldið upp í nýju íbúð þar sem kassar biðu í metratali (eins og sonur minn mundi orða það). Dagurinn fór í að skipuleggja kassaflóð og lauk með fyrstu nótt barnanna í húsinu.

Mánudagur 4. apríl
Var næstum hætt við að mæta til vinnu þegar kassaflóðið blasti við mér. Lítill tími til að snyrta til. Vandamál með uppþvottavél. Hún tæmdi sig ekki. Tengdi þvottavél (karlmaður óþarfur "mont") og þvoði fyrstu vélar (ekki veitti af).

Þriðjudagur 5.apríl
Ekkert nema kassavandamál. Náði að leysa uppþvottavélarvanda (að sjálfsögðu). Ansi kalt um kvöldið og kom í ljós að allir ofnar voru kaldir og enginn hiti á íbúðinni. Köld nótt í frostinu og allir hjúfruðu sig saman undir sæng.

Miðvikudagur 6.apríl
Það er útlit fyrir að hitinn verði vandamál þangað til almennt verður flutt í blokkina (næstu mánaðarmót). Stofa skipulögð og græjur tengdar. Vantar fleiri hillur fyrir bækur og skrautmuni. Vantar fjármagn fram að næsta vísatímabili.

Saturday, April 02, 2005

 

Er það satt???

Ég heyrði það fyrst í útvarpinu í gær og hélt að það væri bara aprílgabb. En viti menn, það var frétt í Fréttablaðinu í dag, og þá getur það varla talist aprílgabb.

ER DURAN DURAN AÐ KOMA TIL LANDSINS??

This page is powered by Blogger. Isn't yours?