Friday, July 09, 2004
1. pistill
Ég mætti í náttbuxunum mínum í vinnuna í dag. Ekki alvöru náttbuxum, heldur kallar samstarfskona mín þessar buxur náttbuxur. Þær eru hvítar og úr hör og líta kannski út eins og gamaldags náttbuxur. ANYWAY ég ákvað að vera sumarleg í dag, í tilefni þess að sólin er eitthvað að brjótast fram. Eins gott að nota þessi sumarföt þá fáeinu daga sem sólin lætur ljós sitt skína.
Annars held ég að ég sé loksins búin að finna brúnkukrem sem ég get notað. Ég er soddan klaufi að ég enda alltaf með flekki og rendur og appelsínugulan lit, EN núna er ég semsagt búin að finna krem sem er brúnt (svo ég sé hvað ég er búin að bera á), það þornar fljótt (svo ég verð ekki öll klístruð) og er ekki mjög dýrt (alltaf hagsýn). Undrakrem þetta heitir Sunless og fæst í öllum betri apótekum bæjarins.
Annars held ég að ég sé loksins búin að finna brúnkukrem sem ég get notað. Ég er soddan klaufi að ég enda alltaf með flekki og rendur og appelsínugulan lit, EN núna er ég semsagt búin að finna krem sem er brúnt (svo ég sé hvað ég er búin að bera á), það þornar fljótt (svo ég verð ekki öll klístruð) og er ekki mjög dýrt (alltaf hagsýn). Undrakrem þetta heitir Sunless og fæst í öllum betri apótekum bæjarins.