Monday, July 12, 2004
Útsala
Það er eitthvað sem gerist í kolli kvenna, þegar þær heyra þetta orð. Það er alveg sama hvort þeim vantar eitthvað eður ei, þær verða að komast á útsölur. "Maður gæti nú fundið eitthvað gott tilboð" eða "Mig vantar svo sem ekkert, en maður gæti nú séð eitthvað spennandi" eru fleyg orð af vörum kvenna. Það er líka alveg ótrúlegt hvað skilningarvit skerpast á útsölum. Heyrn verður betri og sjón verður betri. Konur geta fundið þessa einu flík sem eftir er í réttu númeri í haug af fötum. Svo sjá þær tilboð í hinum enda búðarinnar. Einnig er alveg merkilegt að kona sem á yfirleitt í vandræðum með að fylgjast með innistæðu á sínum bankareikning, getur reiknað út afslátt í huganum án teljandi vandkvæða.
Ég fór að sjálfsögðu á útsölur eins og hagsýnni húsmóður sæmir. Sonur minn er farinn að harðneita að þramma með móður sinni á milli búða. Ég var að vísu ekki lengi að finna lausn á því máli. Ég hreinlega tók upp málband og mældi lengd og breidd á fötunum hans. Síðan þegar ég kem á útsölurnar, tek ég bara upp blessað málbandið (það er svona flott lítið málband sem rúllast sjálfkrafa upp) og mæli flíkurnar samviskusamlega. Það er að vísu ekki það að barninu sé farið að skorta föt til að ganga í, maður gæti bara alltaf dottið niður á eitthvað hagstætt tilboð...
Ég fór að sjálfsögðu á útsölur eins og hagsýnni húsmóður sæmir. Sonur minn er farinn að harðneita að þramma með móður sinni á milli búða. Ég var að vísu ekki lengi að finna lausn á því máli. Ég hreinlega tók upp málband og mældi lengd og breidd á fötunum hans. Síðan þegar ég kem á útsölurnar, tek ég bara upp blessað málbandið (það er svona flott lítið málband sem rúllast sjálfkrafa upp) og mæli flíkurnar samviskusamlega. Það er að vísu ekki það að barninu sé farið að skorta föt til að ganga í, maður gæti bara alltaf dottið niður á eitthvað hagstætt tilboð...
Comments:
<< Home
velkomin í bloggheima mín kæra. það er alltaf skemmtilegra að hafa meira að lesa.
best að fara og búa til link á þína vænu síðu, ó þú fyrrverandi tilvonandi bóndakona.
Post a Comment
best að fara og búa til link á þína vænu síðu, ó þú fyrrverandi tilvonandi bóndakona.
<< Home