Friday, July 29, 2005

 

Madagaskar

Mikið höfðum við nú gaman af þessari mynd, sonurinn og ég. Við hlógum til skiptist og saman í gegnum myndina. Þessi mynd er að verða tískumynd hjá unglingunum í hverfinu og þau keppast um að sjá hana aftur og aftur.

Annars verð ég heima um helgina. Í mesta lagi skrepp ég í Þrastarskóginn til litla bróðurs og co. Það hefur lengi verið hálfgert prinsipp hjá mér að ferðast ekki um þessa helgi. Nenni ekki að standa í umferðarteppu. Get alveg ferðast einhverja aðra helgi.

Sunday, July 24, 2005

 

Dugleg vid DVD

Ég hef gert mikið af því að leigja mér DVD undanfarið. Í stuttu máli hef ég þetta að segja um myndirnar:

The life and death of Peter Sellers - Mjög sérstök mynd, vel leikin, soldið neikvæð mynd dregin upp af Peter Sellers.

Birth - Ekkert spes mynd. Komst að því í kreditlista að ég hef hitt aðalframleiðanda myndarinnar (montin!)

Ray - Mjög góð mynd. Vel leikin og áhrifamikil.

Hide and Seek - Olli mér töluverðum vonbrigðum. DeNiro er bara ekki góður í þessari mynd og plott hálf misheppnað. Eina jákvæða við þessa mynd er Dakota Fanning.

Hitch - Æ ég veit það ekki. Will Smith fór í taugarnar á mér, en það má brosa út í annað í sumum atriðum.

Panic Room - Ágætis Thriller.

Meet the Fockers - Skemmtileg afþreying. Jafn góð og sú fyrri.

Closer - Æ nei, ekki mynd að mínu skapi. Fallegir leikarar, thats it.

Sideways - Ég veit að allir lofa þessa mynd en þar sem ég er hreinskilin verð ég að segja að mér líkaði hún alls ekki.

Lemony Snicket - Létt og ágætis afþreying. Ekta fjölskyldumynd.

White Noise - Kom á óvart. Horfði á hana ein í myrkrinu og hef ekki orðið eins hrædd, síðan ég sá Sixth Sense.

Ocean's Twelve - Ekki eins góð og sú fyrri, eiginlega bara endurtekning. Vonbrigði.

Þannig að besta myndin er tvímælalaust Ray. Alger perla.

Thursday, July 21, 2005

 

Ég er svo orkulaus

Finnst það einhvern veginn flottara en að segja að ég sé löt. Ég nenni varla að drattast fram úr rúminu á morgnana. Kenni því um að ég þarf ekki að koma neinum á lappir og þess vegna er ekkert sem dregur mig fram úr.

Ég komst líka illilega að því í gær að ég hef ekkert hjólaþrek lengur. Ég tók fram hjólið og ætlaði bara svona að skella mér í hjólatúr. Ég var farin að pústa í fyrstu brekku og sá fram á að þurfa súrefniskút. Þess vegna keyrði ég með hjólið í skottinu niðrá bensínstöð til að pumpa í dekkin. Sá ekki fram á að meika það að hjóla fram og til baka. Verð að bæta úr þessu. Sjittafokk, ekki ætla ég að fara að gangast við því að ég sé að verða gömul!

Wednesday, July 20, 2005

 

Þrif á svölum í fjöbýlishúsum

Ég er örg í dag. Nágranni minn fyrir ofan mig tók upp á því að spúla(smúla) svalirnar hjá sér þannig að það myndaðist hálfgerður foss inná hellurnar hjá mér(ég er á jarðhæð). Þessu fylgdi sandur og smásteinar, fyrir utan það að grill og garðstólar blotnuðu. Ég spurði manninn hvort hann ætlaði að koma og sópa svo hjá mér og hann hló vandræðalega og sagði að þetta kæmi ekki frá honum. Þá spurði ég hann hvort honum fyndist í lagi ef nágranninn fyrir ofan hann hagðaði sér þannig og þá fór hann í flækju, en svaraði eiginlega út í bláinn. Í dag er ég að reyna að finna lög eða reglur sem banna svona lagað í fjölbýlum, en finn ekkert.

Ég tel fullvíst að þetta sé bannað og ætla ekki að láta vaða svona yfir mig. NB þetta er maður sem kom sótillur og skammaðist yfir því þegar sonur minn vogaði sér að segja þegiðu við barnið hans. Svo heldur hann að hann geti gert það sem honum sýnist. ÓNEI

PS. Svarið við getrauninni er: Frankly Mr. Shankly með The Smiths.

Tuesday, July 19, 2005

 

Getraun 3

Nenni ekki að blogga, þannig að það kemur bara önnur getraun í staðinn. Þessi er vonandi aðeins erfiðari. Nó gúgúl plís.

Fame, Fame, fatal Fame
It can play hideous tricks on the brain
But still I'd rather be Famous
Than righteous or holy, any day
Any day, any day

But sometimes I'd feel more fulfilled
Making Christmas cards with the mentally ill
I want to live and I want to Love
I want to catch something that I might be ashamed of

Monday, July 18, 2005

 

Getraun 2

There is no pain, you are receding.
A distant ship's smoke on the horizon.
You are only coming through in waves.
Your lips move but I can't hear what you're sayin'.
When I was a child I had a fever.
My hands felt just like two balloons.
Now I got that feeling once again.
I can't explain, you would not understand.
This is not how I am.

Ókei, hvernig væri að reyna þetta án hjálpar mr. Google

Sunday, July 17, 2005

 

Hjalp!

Íslensku stafirnir eru farnir að hrynja úr tölvunni minni og ég kann ekki að laga þetta. Þegar ég vista exel skjöl og opna þau síðar, eru íslensku stafirnir bara horfnir. Einnig get ég ekki notað íslenska stafi í Title á blogginu mínu, þannig að Hjálp verður Hjalp.

Friday, July 15, 2005

 
Rosalega verður þetta erfitt. Börnin eru varla búin að kveðja og ég strax komin með kökkinn í hálsinn. Þau eru farin til pabba síns og verða þar meira og minna næsta mánuðinn. Ég hef aldrei verið svona rosalega lengi án þeirra, mesta lagi eina helgi.
Jæja, lýg því aðeins. Dóttirin fór nú í Vindáshlíð tvö sumur og var heila viku.

Hvernig lifi ég þetta af.

 

Frábær leikjanámskeið hjá Breiðablik

Sonur minn er búinn að vera á leikjanámskeiðum hjá Breiðablik í 4 vikur. Ég var hrædd um að honum færi að leiðast að vera í svona langan tíma, en ónei alls ekki. Hann er allan daginn frá 9-4 og er aldrei tilbúinn til að fara heim þegar ég sæki hann. Hann er búinn að eignast fullt af vinum og svo dýrkar hann starfsfólkið.

Það er greinilegt að mjög vel hefur verið staðið að skipulagningu og svo náttúrulega fyrsta flokks starfsfólk. Þessir krakkar leggja sig fram 200% og eru bara hreinlega frábær. Þau setja fram dagskrá sem er mjög fjölbreytt og áhugaverð fyrir þennan aldur.

Ég hefði aldrei trúað því að leikjanámskeið gætu verið svona vel skipulögð og skemmtileg. Áfram Breiðablik!

Wednesday, July 13, 2005

 

Létt kvikmyndagetraun

Nú er ég í algeru getraunarstuði og ætla að láta nokkrar vaða næstu daga. Þessar tilvitnanir eru báðar úr sömu mynd:

Oh I see, so you're going to a cemetery with your toothbrush. How Egyptian.

Albert: Whatever I am, he made me! I was adorable once, young and full of hope. And now look at me! I'm this short, fat, insecure, middle-aged THING!
Armand: I made you short?

Monday, July 11, 2005

 

Umferðarvölundarhús

Það er ekki auðvelt að keyra um Reykjavík í dag. Gatnakerfið minnir sum staðar á völundarhús. Ég lenti í þvílíkum ógöngum, þegar ég var að keyra vestur á Nes í gær. Búið að grafa allt í sundur og taka gatnamót og ég veit ekki hvað og hvað. Þegar ég ætlaði að beygja af Bústaðarvegi á leið vestureftir, lenti ég á akrein þar sem ég var á leiðinni upp í Hlíðar. Ég öfunda ekki óvana utanbæjarmenn og konur sem þurfa að komast milli staða. Þetta er algert púsl, beyja hérna til að komast þangað og taka krók þarna til að komast hingað.

Kringlumýrarbrautin er ekkert skárri og líkist helst keilubraut. Allir áttavilltir á milli akgreina og vita ekkert hvert þeir stefna. Ekki nema þar sem keiluraðirnar leiða mann áfram. Það var nú hálf freistandi að láta vaða á keilurnar, en þá hefði líka allt farið til fjandans!.

Friday, July 08, 2005

 

Snillingur dagsins part 2 (getraun)

Það væri fróðlegt að vita ef einhver kannast við þetta lag. Vona allavega að þetta sé erfiðara en síðast.

Well I didn't wanna hurt your feelings, honey
But I couldn't suppress my own,
I had to pull myself outta this nosedive
by proving something to myself.

Tuesday, July 05, 2005

 

Leyndarmál

Innst inní mér blundar lítill hippi sem vill ganga í snjáðum gallabuxum, bol og Converse skóm. Finnst best að slappa af og njóta lífsins. Ég er líka mjög hrifin af svokallaðri sígaunatísku sem virðist vera allsráðandi núna. Var meira að segja að spá í hvort Converse skór færu ekki bara vel við síða krumpupilsið mitt.

EN það er einn gallli á gjöf Njarðar. Mér finnst eiginlega ekki viðeigandi að kona í virðulegri stöðu, klæði sig þannig. Þar af leiðandi get ég bara klæðst þannig fatnaði utan vinnutíma. Stundum verð ég róttæk og blanda hippatískunni minni saman við "vinnuúniformið". Ég á samt ennþá eftir að þora að mæta í Converse skóm í vinnuna. En maður á víst aldrei að segja aldrei. Ég get líka alveg skipt um vinnu og farið úr jakkafataumhverfinu í starf þar sem Converse skór þykja bara partur af lúkkinu.

Monday, July 04, 2005

 

Play the fucking bass John

Hvað get ég sagt, ég er bara ennþá í sæluvíma.

Friday, July 01, 2005

 

Missti mig á tónleikunum

Ég er ekki frá því að ég hafi hreinlega misst mig á tónleikunum í gær. Ég hoppaði og skoppaði, klappaði og söng hástöfum. Það var heldur ekki annað hægt, þetta voru svo æðislegir tónleikar. Ég spáði nú í það hvort það væri sæmandi fyrir húsmóður úr Kópavoginum að verða svona stjórnlaus á tónleikum, en ákvað að ég ætti skilið að fá útrás. Ég stóð frekar framarlega, allavega nógu framarlega til að sjá goðin mjög vel og vera í troðningnum.

Fyrir 20 árum voru þetta átrúnaðargoðin. Ég átti allar plöturnar, veggi þakta plakötum og kunni alla textana. Ég var rosalega skotin í John Taylor og dreymdi um að sjá þá. Loksins þegar ég svo fékk að sjá þá, var ég síður en svo fyrir vonbrigðum. Þeir eru ennþá sætir og flottir og John er ennþá rosalega sexí í leðurbuxum og alles.

Ég á eftir að vera í sæluvímu í langan tíma.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?