Tuesday, July 20, 2004

 

Fjölmiðlafrumvarp RIP

Þá eru þeir loksins búnir að drepa fjölmiðafrumvarpið.  Ég vona bara að þeir jarði það í beinu framhaldi.  Ég var búin að fá alveg nóg af þessari umræðu um þetta blessaða frumvarp og þjóðaratvæðagreiðslu.  Það var varla hægt að kveikja á útvarpi eða fletta blaði án þess að það væri verið að fjalla um frumvarpið og afleiðingar þess.  Ég verð að viðurkenna að ég setti mig aldrei inn í þetta frumvarp.  Ég vissi að það var um eignarhald á fjölmiðlum, en það er allt og sumt.  Ég hef nefnilega aldrei verið hrifin af pólítík.  Ég er ekki flokksbundinn og kýs ekki alltaf sama flokkinn, heldur eftir sannfæringu hverju sinni.  Amma sagði líka að maður ætti að vera ópólitískur.  Ef maður ætlaði að stefna að því að verða forseti, þá yrði maður að passa sig á því að vera ópólitískur.  En það er víst ekki lengur.   
 
Annars finnst mér það besta við málið að Davíð er búinn að samþykkja að hætta við fjölmiðlafrumvarpið.  Hann ætlar að snúa sér að öðru máli.  Nú ætlar hann að reyna að fá það fellt út úr stjórnarskrá að forseti megi hafa neitunarvald.  Hann Davíð kallinn, hann gefst ekki upp.

Comments:
fussumsvei. mér finnst best þegar talað er um að davíð sé með atkvæðagreiðslu.
(hárið sko..) hahahahahahaha
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?