Tuesday, July 13, 2004

 

Leið 11 Hlemmur-Fell

Ég er nýbúin að breyta um akstursleið í vinnuna á morgnana. Ekki það að það væri neitt að þeirri gömlu. Ég er bara svo nýjungagjörn að þessi gamla var orðin hundleiðinleg. Ég er bara ekki frá því að sú nýja sé bara miklu betri.

Ég veit ekki hvort ég yrði álitin góður ökumaður. Ég er stressuð og varkár í umferðinni og tel ég að þeir árekstrar sem ég hef lent í hafi eitthvað með það að gera. Ég lenti til dæmis eitt sinn í sjúkrabíl og þegar ég rankaði við mér á leiðinni uppá Slysó, var "keyrði ég á?" það fyrsta sem ég spurði að. Það blundar samt í mér soldill Schumacher. Mér finnst gaman að keyra hratt. Það eru bara allir hinir asnarnir sem eru að þvælast fyrir mér. Þá rífst ég og skammast við þá hástöfum, því ég get aldrei verið í órétti. Þá er líka gott að ég sé ekki á kraftmeiri bíl. Það gæti reynst mér soldið dýrt. Ég keyri nefnilega á bíl sem er víst hinn nýji Skoda. Nú er Skoda orðinn svo flottur að hann er ekki Skoda lengur. Ég gæti jafnvel hugsað mér að kaupa mér þannig bíl. Maður minn harðneitar, því í hans augum verður Skoda alltaf Skoda.

Comments:
ert þetta þú sem ég sé alltaf á skrilljón (en þó á varfærinn hátt) á Kópavogsbrautinni?
 
Hehe það getur verið, en ekki lengur. Eins gott að maður breytti um akstursleið, greinilegt að það er verið að fylgjast með ; )
 
það er alltaf verið að fylgjast með... allstaðar!
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?