Tuesday, September 30, 2008

 

Þung spor

Jarðafarir eru aldrei auðveldar. Hvað þá þegar maður er að fylgja jafnöldru sinni úr grunnskóla, sem ákvað að lífið væri ekki þess virði að lifa því. Ungri fallegri konu, sem leið svo illa að hún sá ekki annan kost í stöðunni en að taka sitt eigið líf. Þeirri manneskju sem ákveður að enda líf sitt og yfirgefa börn sín, hlýtur að líða hræðilega illa.

Það kom mér á óvart hversu hreinskilinn og raunsær presturinn var í sinni ræðu. Hér áður fyrr var ekki talað opninskátt um sjálfsvíg, heldur farið í felur með hlutina. Presturinn talaði um hversu algeng sjálfsvíg væru orðin og hversu sorglegt það væri þegar fólk kysi að fara þessa leið. Hann lagði líka áherslu á það að sjálfsvíg væri algerlega á ábyrgð gerandans, það bæri enginn annar ábyrgð á verknaðinum. Þessum orðum beindi hann sérstaklega til eftirlifandi fjölskyldu og barna.

En samt sem áður læðist alltaf sú hugsun að manni, að kannski hefði maður getað gert eitthvað til að koma í veg fyrir þetta. Hvað ef...

Monday, September 29, 2008

 

Veikindi

Það hlaut svo sem að koma að því. Eftir langt óreglutímabil, sagði líkaminn minn loksins stopp. Í morgun vaknaði ég með miklar kvalir í maganum og beinverki og hafði mig hreinlega ekki fram úr rúmi. Það var víst lítið annað hægt að gera í stöðunni en að hringja í vinnuna og tilkynna veikindi.

Í dag er ég svo ekkert búin að gera nema sofa eða dröslast um með andvörpum og vesældarsvip. Ég hef ekkert gaman af því að vera heima og láta mér leiðast og vona bara að ég vakni hress í fyrramálið. Svo er bara að snúa dæminu við, minnka stress, bæta matarræði, minnka bjórdrykkju og finna tíma til að hreyfa sig.

Þangað til, verð ég undir sæng og reyni að safna kröftum.

Bis bald.

Thursday, September 25, 2008

 

Lag vikunnar

Ég hef alltaf verið mikið Coldplay fan. Þetta lag kom mér í gegnum mjög erfitt tímabil í mínu lífi og hefur einhverra hluta vegna verið mér ofarlega í huga undanfarið. Ætla ekki að fara nánar út í það.

Fix you/Coldplay
When you try your best, but you don't succeed
When you get what you want, but not what you need
When you feel so tired, but you can't sleep
Stuck in reverse

And the tears come streaming down your face
When you lose something you can't replace
When you love someone but it goes to waste
Could it be worse?

Lights will guide you home,
And ignite your bones,
And I will try to fix you,

High up above or down below
When you're too in love to let it go
But if you never try you'll never know
Just what you're worth

Lights will guide you home
And ignite your bones
And I will try to fix you

Tears stream down your face
When you lose something you cannot replace
Tears stream down your face
And I

Tears stream down your face
I promise you I will learn from my mistakes
Tears stream down your face
And I

Lights will guide you home
And ignite your bones
And I will try to fix you

Friday, September 19, 2008

 

Groundhog day?

Á hverjum morgni keyri ég mína vanalegu leið í vinnuna. Það gerist varla nokkuð merkilegt á þeirri leið. EN í gær rak ég augun í eitthvað sem fékk mig til að hugsa. Skiltið hjá Sprengisandi (Pizza Hut) sýndi ennþá 17-9. Skrýtið hugsaði ég, gæti verið mögulegt að ég væri að upplifa 17. september aftur. Ætli svona fyrirbæri eins og er í bíómyndinni "Groundhog day" gæti raunverulega gerst. Verst að það gerðist ekkert merkilegt þennan dag.

Ég veit alveg hvaða dag ég væri tilbúin að endurlifa nokkrum sinnum. Það væri fjörutíu ára afmælisveisla mágs míns sem var haldin núna í ágúst. Veislan var bara "snilld" í einu orði sagt. Frá upphafi til enda.

Það væri sko kvöld sem vert væri að endurtaka.

Monday, September 15, 2008

 

Eniga meniga

Mig vantar peninga. Ég er eins og svo margir aðrir farin að finna aðeins fyrir lægð í fjármálum. Ekki bætir úr skák að þurfa að láta gera við bremsur á bílnum tvisvar og þurfa að borga 35 þús. kr. í hvort skiptið. OG auðvitað var ekki ókeypis að láta draga úr sér endajaxl. Það er nú ekki eins og maður geti hrist þetta fram úr erminni.

EN það má ekki misskilja mig, ég er alls ekki að kvarta. Tja allavega ekkert alvarlega. Ég veit að það er fullt af fólki sem er í alvöru fjárhagserfiðleikum.

Stundum væri bara ágætt að eiga peningatré, eða kreditkort sem þyrfti ekki að borga af eða...

Thursday, September 11, 2008

 

Ellefti september

Í dag minntist fólk þeirra hræðilegu atburða sem gerðust í New York árið 2001. Ég minnist þessa dags líka af öðru tilefni. Þetta er dagurinn sem skilnaðurinn minn varð endanlegur. Þetta er dagurinn sem fyrrverandi maðurinn minn, maðurinn sem ég hafði búið með í fjórtán ár, setti föt í tösku og gekk út. Þó að báðir aðilar væru sáttir við þessa ákvörðun, var hún langt frá því að vera auðveld.

Í dag, fjórum árum seinna, er ég sáttari með lífið. Það tók mig töluverðan tíma að vinna mig út úr skilnaðinum, en það var þess virði. OG ég er búin að komast að því að ég get nú alveg ýmislegt sjálf. Næsta mál á dagskrá er að ráðast á viftuna inn á baði og reyna að skipta um hana. Er það nokkuð mál??

Á laugardaginn ætla ég að skála fyrir skilnaðinum. Ég horfi björtum augum fram á veginn og veit alveg að ég get, skal og ætla...alveg sjálf.

Monday, September 08, 2008

 

Pabbi minn

Elsku pabbi minn hefði orðið 63 ára í dag. Mér verður alltaf hugsað til hans í þessum mánuði, bæði af því að hann átti afmæli 8.september og einnig af því að hann lést 16.september. Þó að það séu komin 17 ár síðan hann lést, sakna ég hans og hugsa oft til hans.

Þetta lag kemur alla tíð til með að minna mig á hann:

You've got a friend
When youre down and troubled
And you need a helping hand
And nothing, whoa nothing is going right.
Close your eyes and think of me
And soon I will be there
To brighten up even your darkest nights.

You just call out my name,
And you know whereever I am
Ill come running, oh yeah baby
To see you again.
Winter, spring, summer, or fall,
All you have to do is call
And Ill be there, yeah, yeah, yeah.
Youve got a friend.

If the sky above you
Should turn dark and full of clouds
And that old north wind should begin to blow
Keep your head together and call my name out loud
And soon I will be knocking upon your door.
You just call out my name and you know where ever I am
Ill come running to see you again.
Winter, spring, summer or fall
All you got to do is call
And Ill be there, yeah, yeah, yeah.

Hey, aint it good to know that youve got a friend?
People can be so cold.
Theyll hurt you and desert you.
Well theyll take your soul if you let them.
Oh yeah, but dont you let them.

You just call out my name and you know wherever I am
Ill come running to see you again.
Oh babe, dont you know that,
Winter spring summer or fall,
Hey now, all youve got to do is call.
Lord, Ill be there, yes I will.
Youve got a friend.
Youve got a friend.
Aint it good to know youve got a friend.
Aint it good to know youve got a friend.
Youve got a friend.

Thursday, September 04, 2008

 

Mig auma

Í dag gekk ég í gegnum þá lífsreynslu að fara í endajaxlatöku. Ég var náttúrulega búin að heyra alls kyns sögur af því hvað þetta væri hræðilega vont og var því fremur stressuð. EN þetta var bara ekkert mál. Sjálf aðgerðin gekk hratt og vel fyrir sig og ég kvaddi tannlækninn með fullan munn af grisju.

Núna fjórum tímum síðar, er ég bara nokkuð brött. Einhverjir verkir eru til staðar, þrátt fyrir verkjalyf, en ekkert óbærilegir. Ég hef mestar áhyggjur af því að fá svokallað "dry-socket", sem getur myndast ef blóðköggul nær ekki að myndast í "holunni". Þá verður tannbeinið bert og getur myndast sýking. Það er víst voðalega sárt.

Ég fékk litlar leiðbeiningar frá tannlækninum, svo ég hef verið að notast við netið. Þar hef ég komist að því að ég má ekki neyta "harðrar" fæðu í 72 tíma, ekki drekka áfengi í 48 tíma og ekki reykja í 72 tíma. Ég á að bursta í mér tennurnar í kvöld, en forðast að komast nálægt "holunni". Ég er að hugsa um að taka því rólega í kvöld og setjast fyrir framan sjónvarp með banana og skyr. Er það ekki nógu "mjúk" fæða?

Tuesday, September 02, 2008

 

Emm Err

Ég lagði á mig mikla hættuför í gærkvöldi. Ferðinni var heitið í MR. Sem fyrrverandi Verslingur, er það mér í blóð borið að vantreysta MR-ingum. Ég íhugaði að taka með mér Viva Versló merkið mitt, mér til halds og traust, en ákvað að vera hugrökk og stíga fæti mínum inn í þennan voðalega skóla.

Leiðin lá fyrst í Ráðhúsið þar sem rektor skólans tók á móti foreldrum. Hann fór hægt og rólega í gegnum helstu þætti skólans, talaði á hálfum hraða. Eftir fleiri ræður, var haldið yfir í MR. Þar hittum við umsjónarkennara og fengum að sjálfsögðu heilmikið lestrarefni með okkur heim.

Þegar upp var staðið var skólinn ekkert svo skelfilegur. Þessir meintu erkifjendur mínir, reyndust bara vera hið almennilegasta fólk. Ég íhugaði alvarlega að gefa kost á mér í stjórn foreldrafélagsins, en hætti við á síðustu stundu. Það hefði kannski verið fullmikið.

Bis bald.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?