Monday, September 15, 2008
Eniga meniga
Mig vantar peninga. Ég er eins og svo margir aðrir farin að finna aðeins fyrir lægð í fjármálum. Ekki bætir úr skák að þurfa að láta gera við bremsur á bílnum tvisvar og þurfa að borga 35 þús. kr. í hvort skiptið. OG auðvitað var ekki ókeypis að láta draga úr sér endajaxl. Það er nú ekki eins og maður geti hrist þetta fram úr erminni.
EN það má ekki misskilja mig, ég er alls ekki að kvarta. Tja allavega ekkert alvarlega. Ég veit að það er fullt af fólki sem er í alvöru fjárhagserfiðleikum.
Stundum væri bara ágætt að eiga peningatré, eða kreditkort sem þyrfti ekki að borga af eða...
EN það má ekki misskilja mig, ég er alls ekki að kvarta. Tja allavega ekkert alvarlega. Ég veit að það er fullt af fólki sem er í alvöru fjárhagserfiðleikum.
Stundum væri bara ágætt að eiga peningatré, eða kreditkort sem þyrfti ekki að borga af eða...