Thursday, September 11, 2008

 

Ellefti september

Í dag minntist fólk þeirra hræðilegu atburða sem gerðust í New York árið 2001. Ég minnist þessa dags líka af öðru tilefni. Þetta er dagurinn sem skilnaðurinn minn varð endanlegur. Þetta er dagurinn sem fyrrverandi maðurinn minn, maðurinn sem ég hafði búið með í fjórtán ár, setti föt í tösku og gekk út. Þó að báðir aðilar væru sáttir við þessa ákvörðun, var hún langt frá því að vera auðveld.

Í dag, fjórum árum seinna, er ég sáttari með lífið. Það tók mig töluverðan tíma að vinna mig út úr skilnaðinum, en það var þess virði. OG ég er búin að komast að því að ég get nú alveg ýmislegt sjálf. Næsta mál á dagskrá er að ráðast á viftuna inn á baði og reyna að skipta um hana. Er það nokkuð mál??

Á laugardaginn ætla ég að skála fyrir skilnaðinum. Ég horfi björtum augum fram á veginn og veit alveg að ég get, skal og ætla...alveg sjálf.

Comments:
Ég segi bara eins og ammríkanarnir : "you go girl!"
 
auðvitað geturðu þetta sjálf - þú ert svo rosalega DUGLEG stelpa :)

e
 
elskan mín, þetta með verkfærakassana og karlmenn er gömul mýta. kauptu þér bara svona handbor með skrúfuhausasetti, hamar og skiptilyklasett og heimurinn liggur að fótum þér.
já og til hamingju með daginn!
 
Takk elskurnar mínar. Þið eruð bestar.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?