Thursday, September 04, 2008

 

Mig auma

Í dag gekk ég í gegnum þá lífsreynslu að fara í endajaxlatöku. Ég var náttúrulega búin að heyra alls kyns sögur af því hvað þetta væri hræðilega vont og var því fremur stressuð. EN þetta var bara ekkert mál. Sjálf aðgerðin gekk hratt og vel fyrir sig og ég kvaddi tannlækninn með fullan munn af grisju.

Núna fjórum tímum síðar, er ég bara nokkuð brött. Einhverjir verkir eru til staðar, þrátt fyrir verkjalyf, en ekkert óbærilegir. Ég hef mestar áhyggjur af því að fá svokallað "dry-socket", sem getur myndast ef blóðköggul nær ekki að myndast í "holunni". Þá verður tannbeinið bert og getur myndast sýking. Það er víst voðalega sárt.

Ég fékk litlar leiðbeiningar frá tannlækninum, svo ég hef verið að notast við netið. Þar hef ég komist að því að ég má ekki neyta "harðrar" fæðu í 72 tíma, ekki drekka áfengi í 48 tíma og ekki reykja í 72 tíma. Ég á að bursta í mér tennurnar í kvöld, en forðast að komast nálægt "holunni". Ég er að hugsa um að taka því rólega í kvöld og setjast fyrir framan sjónvarp með banana og skyr. Er það ekki nógu "mjúk" fæða?

Comments:
Gangi þér vel!
 
þegar fyrri helmingurinn af endajöxlunum mínum var tekinn - fór ég á djammið um kvöldið og saug prins póló fyrr um daginn hehe - leið nú ekki vel í munninum daginn eftir djammið og lét vínið eiga sig ;)
 
Ég er einmitt bara búin að fara fyrr helminginn af endajaxlatöku og fékk heldur engar leiðbeiningar nema ég mátti taka inn íbúfen og parkódín eftir þörfum ... sem ég nýtti mér til hins ítrasta.

Ætla einmitt að fara í seinni helminginn þegar ég er hætt með litlu skvísuna á brjósti svo ég megi aftur taka ótakmarkað inn af verkjalyfjum :)
 
Ég bruddi verkjalyf á föstudeginum en síðan búin að vera góð. Er búin að fara voða samviskusamlega eftir reglunum og vona að það skili árangri.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?