Monday, September 29, 2008

 

Veikindi

Það hlaut svo sem að koma að því. Eftir langt óreglutímabil, sagði líkaminn minn loksins stopp. Í morgun vaknaði ég með miklar kvalir í maganum og beinverki og hafði mig hreinlega ekki fram úr rúmi. Það var víst lítið annað hægt að gera í stöðunni en að hringja í vinnuna og tilkynna veikindi.

Í dag er ég svo ekkert búin að gera nema sofa eða dröslast um með andvörpum og vesældarsvip. Ég hef ekkert gaman af því að vera heima og láta mér leiðast og vona bara að ég vakni hress í fyrramálið. Svo er bara að snúa dæminu við, minnka stress, bæta matarræði, minnka bjórdrykkju og finna tíma til að hreyfa sig.

Þangað til, verð ég undir sæng og reyni að safna kröftum.

Bis bald.

Comments:
þarf ég að fara að hafa áhyggjur af útstáelsinu....ha?

e
 
Það er svo skrýtið hvernig líkaminn sagði bara allt í einu stopp. Ég hef ekki nennt á djammið tvær undanfarnar helgar.

Úff veit ekki hvað er að gerast með mig.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?