Tuesday, September 02, 2008

 

Emm Err

Ég lagði á mig mikla hættuför í gærkvöldi. Ferðinni var heitið í MR. Sem fyrrverandi Verslingur, er það mér í blóð borið að vantreysta MR-ingum. Ég íhugaði að taka með mér Viva Versló merkið mitt, mér til halds og traust, en ákvað að vera hugrökk og stíga fæti mínum inn í þennan voðalega skóla.

Leiðin lá fyrst í Ráðhúsið þar sem rektor skólans tók á móti foreldrum. Hann fór hægt og rólega í gegnum helstu þætti skólans, talaði á hálfum hraða. Eftir fleiri ræður, var haldið yfir í MR. Þar hittum við umsjónarkennara og fengum að sjálfsögðu heilmikið lestrarefni með okkur heim.

Þegar upp var staðið var skólinn ekkert svo skelfilegur. Þessir meintu erkifjendur mínir, reyndust bara vera hið almennilegasta fólk. Ég íhugaði alvarlega að gefa kost á mér í stjórn foreldrafélagsins, en hætti við á síðustu stundu. Það hefði kannski verið fullmikið.

Bis bald.

Comments:
Svona lærir maður og þroskast á lífsleiðinni ;-)
 
Nákvæmlega. Enda er þetta nú bara mest í nösunum á mér og góðlátlegt grín á heimilinu.
 
já nei nei - bara VIVA VERSLÓ VIVA VERSLÓ HEEEEIIIII VIVA VERSLÓ ;)

e
 
Versló er náttúrulega ennþá besti skólinn ;)
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?