Tuesday, September 30, 2008
Þung spor
Jarðafarir eru aldrei auðveldar. Hvað þá þegar maður er að fylgja jafnöldru sinni úr grunnskóla, sem ákvað að lífið væri ekki þess virði að lifa því. Ungri fallegri konu, sem leið svo illa að hún sá ekki annan kost í stöðunni en að taka sitt eigið líf. Þeirri manneskju sem ákveður að enda líf sitt og yfirgefa börn sín, hlýtur að líða hræðilega illa.
Það kom mér á óvart hversu hreinskilinn og raunsær presturinn var í sinni ræðu. Hér áður fyrr var ekki talað opninskátt um sjálfsvíg, heldur farið í felur með hlutina. Presturinn talaði um hversu algeng sjálfsvíg væru orðin og hversu sorglegt það væri þegar fólk kysi að fara þessa leið. Hann lagði líka áherslu á það að sjálfsvíg væri algerlega á ábyrgð gerandans, það bæri enginn annar ábyrgð á verknaðinum. Þessum orðum beindi hann sérstaklega til eftirlifandi fjölskyldu og barna.
En samt sem áður læðist alltaf sú hugsun að manni, að kannski hefði maður getað gert eitthvað til að koma í veg fyrir þetta. Hvað ef...
Það kom mér á óvart hversu hreinskilinn og raunsær presturinn var í sinni ræðu. Hér áður fyrr var ekki talað opninskátt um sjálfsvíg, heldur farið í felur með hlutina. Presturinn talaði um hversu algeng sjálfsvíg væru orðin og hversu sorglegt það væri þegar fólk kysi að fara þessa leið. Hann lagði líka áherslu á það að sjálfsvíg væri algerlega á ábyrgð gerandans, það bæri enginn annar ábyrgð á verknaðinum. Þessum orðum beindi hann sérstaklega til eftirlifandi fjölskyldu og barna.
En samt sem áður læðist alltaf sú hugsun að manni, að kannski hefði maður getað gert eitthvað til að koma í veg fyrir þetta. Hvað ef...
Comments:
<< Home
Æi, mér finnst alltaf svo hræðilega sorgleg svona sjálfsvíg. Já, manneskjunni hlýtur að líða alveg hræðilega illa þegar hún tekur svona stóra ákvörðun. En öruggleg hræðilega erfitt fyrir aðstandendur að taka þessu.
Það er það pottþétt. Einhver sagði við mig að sjálfsvíg væri það eigingjarnasta sem nokkur gæti gert.
Ég átti rosalega erfitt með að horfa framan í 11 ára gamla dóttur hennar þegar hún fylgdi kistunni.
Post a Comment
Ég átti rosalega erfitt með að horfa framan í 11 ára gamla dóttur hennar þegar hún fylgdi kistunni.
<< Home