Friday, September 19, 2008

 

Groundhog day?

Á hverjum morgni keyri ég mína vanalegu leið í vinnuna. Það gerist varla nokkuð merkilegt á þeirri leið. EN í gær rak ég augun í eitthvað sem fékk mig til að hugsa. Skiltið hjá Sprengisandi (Pizza Hut) sýndi ennþá 17-9. Skrýtið hugsaði ég, gæti verið mögulegt að ég væri að upplifa 17. september aftur. Ætli svona fyrirbæri eins og er í bíómyndinni "Groundhog day" gæti raunverulega gerst. Verst að það gerðist ekkert merkilegt þennan dag.

Ég veit alveg hvaða dag ég væri tilbúin að endurlifa nokkrum sinnum. Það væri fjörutíu ára afmælisveisla mágs míns sem var haldin núna í ágúst. Veislan var bara "snilld" í einu orði sagt. Frá upphafi til enda.

Það væri sko kvöld sem vert væri að endurtaka.

Comments:
ooh mér hefur alltaf þótt þetta pirrandi kvikmynd.... ;)
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?