Sunday, May 29, 2005
Ég er kvikindi
Ég get nú stundum verið ansi stríðin. Þar sem við kisa erum einar heima, varð hún fórnalamb stríðninnar í dag. Ég komst nefnilega að því fyrir slysni að fyrstu tónarnir í nýja Black Eyed Peas laginu, gera hana alveg brjálaða. Skottið verður þrefalt og hún skýtur upp kryppu. Þetta var ekki tilviljun, því ég prófaði þetta aftur og aftur og aftur. Svo ákvað ég að ég yrði að hætta að vera vond við kisu.
Hver sagði svo að kettir hefðu ekkert vit á tónlist.
Hver sagði svo að kettir hefðu ekkert vit á tónlist.
Friday, May 27, 2005
Froðufellandi á föstudegi
Nú hafa þessir dómsdagshálfvitar, sem eru að byggja blokkina mína, endanlega gengið fram af mér. Þegar ég vaknaði í morgun, var ekkert kalt vatn að fá. Ég þakka fyrir að ég byrjaði á að bursta í mér tennurnar, svo ég gat notað síðustu dropana til þess. Þegar ég ætlaði í mína daglegu morgunsturtu, til að vakna almennilega, þá var kalda vatnið búið. Að fara ekki í sturtu á morgnana er fyrir mér það sama og að fara öfugu meginn framúr. Ég varð algerlega brjáluð. Verkstjórinn má bara þakka fyrir að hafa ekki orðið á vegi mínum þegar ég stormaði af stað í vinnuna.
Það eru orðnir næstum tveir mánuðir síðan ég flutti inn og þessir menn eru ekki ennþá búnir að ganga frá ýmsum smáhlutum. Það vantar ennþá dyrakarma á tvö herbergi, það vantar rósettur á handklæðaofn og þannig smotterí. Þegar ég rekst á verkstjórann, er alltaf sama svarið "Æ já, það var víst eftir". Í dag er mér skapi næst að hengja þennan mann upp á neðri hárunum. Þegar ég spyr hvenær ég fái geymsluna mína afhenta er alltaf sama svarið "Í næstu viku". Á meðan verð ég að hafa reiðhjól, sleða og skíði inní stofu, að ónefndum öllum kössunum.
Ég er sein til vandræða, en þetta er að verða aðeins tú mötsj.
Það eru orðnir næstum tveir mánuðir síðan ég flutti inn og þessir menn eru ekki ennþá búnir að ganga frá ýmsum smáhlutum. Það vantar ennþá dyrakarma á tvö herbergi, það vantar rósettur á handklæðaofn og þannig smotterí. Þegar ég rekst á verkstjórann, er alltaf sama svarið "Æ já, það var víst eftir". Í dag er mér skapi næst að hengja þennan mann upp á neðri hárunum. Þegar ég spyr hvenær ég fái geymsluna mína afhenta er alltaf sama svarið "Í næstu viku". Á meðan verð ég að hafa reiðhjól, sleða og skíði inní stofu, að ónefndum öllum kössunum.
Ég er sein til vandræða, en þetta er að verða aðeins tú mötsj.
Thursday, May 26, 2005
Jæja
Þá er maður búin að gera allt vitlaust hjá Símanum og OgVodafone. Ég fékk viðbrögð við þessum tölvupóst til Símans og þeir vísuðu jafnframt ábyrgð yfir á OgVodafone. Næst hringdi tæknikona frá OgVodafone og sagðist hafa verið skömmum af Símanum fyrir að hafa ekki tengt símann minn. Hún sagði að tenging hefði verið virk frá 28. apríl. Ég svaraði að bragði "Ég held að ég viti hvernig sími virkar, það á að heyrast sónn!!!". Hún sagðist athuga málið og hringdi í mig síðar.
Og hér er svo niðurstaðan. Síminn minn var tengdur þann 28.apríl í vitlausa íbúð í blokkinni. Ekki vildi svo betur til en að einhver gröfukall skar í sundur símavírinn, svo ekki fæ ég símann strax. Núna sitja allir sveittir hjá OgVodafone, að redda málunum. Tæknimaður hefur verið settur í málið og á að leysa það akút. Ef ég verð ekki komin með síma í síðasta lagi á morgun, þá á ég að hringja aftur í tæknikonuna hana Sólveigu. Í skaðabætur fæ ég svo 20.000 inneign hjá OgVodafone.
Eins og ég segi alltaf, þá fær maður ekkert gert nema maður sé FREKJA!
Og hér er svo niðurstaðan. Síminn minn var tengdur þann 28.apríl í vitlausa íbúð í blokkinni. Ekki vildi svo betur til en að einhver gröfukall skar í sundur símavírinn, svo ekki fæ ég símann strax. Núna sitja allir sveittir hjá OgVodafone, að redda málunum. Tæknimaður hefur verið settur í málið og á að leysa það akút. Ef ég verð ekki komin með síma í síðasta lagi á morgun, þá á ég að hringja aftur í tæknikonuna hana Sólveigu. Í skaðabætur fæ ég svo 20.000 inneign hjá OgVodafone.
Eins og ég segi alltaf, þá fær maður ekkert gert nema maður sé FREKJA!
Thursday, May 19, 2005
Bréf til Símans
Nú er þolinmæði mín á þrotum. Sendi þetta hæfilega kurteisa bréf til þjónustuvers Símans:
Ég hafði samband við þjónustuver fyrir um mánuði síðan, vegna tengingar á síma og neti í hinu nýja Vatnsendahverfi. Ég er að vísu notandi hjá OgVodafone, en þeir tjáðu mér að tafir á teningu væru vegna þess að ekki væri búið að ganga frá símstöð í þessu hverfi.
Þegar ég hafði samband við þjónustuver ykkar fyrir um mánuði síðan, var mér tjáð að málið myndi leysast mjög fljótlega. Nú tæpum mánuði síðar er ég enn ekki búin að fá tengingu. Ég er því búin að vera síma- og netlaus í tæpa tvo mánuði. Þetta hverfi er búið að vera einhvern tíma í byggingu og einkennilegt að ekki hafi verið byrjað á þessu verki fyrr. Það að vera síma- og netlaus á höfuðborgarsvæðinu í svo langan tíma er bara hreinlega hætt að vera fyndið.
Hversu langan tíma á þetta verk að taka?
Ég hafði samband við þjónustuver fyrir um mánuði síðan, vegna tengingar á síma og neti í hinu nýja Vatnsendahverfi. Ég er að vísu notandi hjá OgVodafone, en þeir tjáðu mér að tafir á teningu væru vegna þess að ekki væri búið að ganga frá símstöð í þessu hverfi.
Þegar ég hafði samband við þjónustuver ykkar fyrir um mánuði síðan, var mér tjáð að málið myndi leysast mjög fljótlega. Nú tæpum mánuði síðar er ég enn ekki búin að fá tengingu. Ég er því búin að vera síma- og netlaus í tæpa tvo mánuði. Þetta hverfi er búið að vera einhvern tíma í byggingu og einkennilegt að ekki hafi verið byrjað á þessu verki fyrr. Það að vera síma- og netlaus á höfuðborgarsvæðinu í svo langan tíma er bara hreinlega hætt að vera fyndið.
Hversu langan tíma á þetta verk að taka?
Friday, May 13, 2005
Endurskoðun
Hér á eftir koma nokkrir þættir sem verða teknir til endurskoðunar næstu mánuðina:
1. Kreditkortareikningurinn: Hann heldur áfram að koma mér á óvart blessaðurinn. Nú verður að fara að setja ýmsar skorður á eyðslusemina.
2. Hreyfing og matarræði: Nú þegar skilnaður og flutningur er um garð genginn, er kominn tími til að endurskoða matarræðið. Við færumst alltaf nær grænmetisfæðinu og frá kjötmetinu. Börnin mín eru hætt að borða svínakjöt og lambakjöt og vilja bara kjúkling, pasta, kúskús og grænmeti. Spurning að taka fram bókina góðu sem ég fékk í jólagjöf um árið "Grænn Kostur" heitir hún víst. Ég tek það fram að ég er mjög sátt við þessar breytingar. Einnig spurning um að taka fram hjólið og gönguskóna, nú þegar vorið er gengið í garð.
3. Uppeldið: Já það verður bara að viðurkennast að ég er allt of góð við börnin mín. Stundvísi á morgnana þarf að komast í betra horf.
4. Vinkonur: Ég þarf að gefa mér miklu betri tíma til að sinna vinkonum. Þær hafa alveg setið á hakanum undanfarið.
5. Menning: Ég hef ekki verið dugleg að fara í leikhús eða á tónleika í langan tíma og ég verð snarlega að fara að bæta úr því. Það er svo andlega upplífgandi.
Með því að setja þetta á blað,geri ég mér von um að ég geri eitthvað í málunum.
OG HANA NÚ!
1. Kreditkortareikningurinn: Hann heldur áfram að koma mér á óvart blessaðurinn. Nú verður að fara að setja ýmsar skorður á eyðslusemina.
2. Hreyfing og matarræði: Nú þegar skilnaður og flutningur er um garð genginn, er kominn tími til að endurskoða matarræðið. Við færumst alltaf nær grænmetisfæðinu og frá kjötmetinu. Börnin mín eru hætt að borða svínakjöt og lambakjöt og vilja bara kjúkling, pasta, kúskús og grænmeti. Spurning að taka fram bókina góðu sem ég fékk í jólagjöf um árið "Grænn Kostur" heitir hún víst. Ég tek það fram að ég er mjög sátt við þessar breytingar. Einnig spurning um að taka fram hjólið og gönguskóna, nú þegar vorið er gengið í garð.
3. Uppeldið: Já það verður bara að viðurkennast að ég er allt of góð við börnin mín. Stundvísi á morgnana þarf að komast í betra horf.
4. Vinkonur: Ég þarf að gefa mér miklu betri tíma til að sinna vinkonum. Þær hafa alveg setið á hakanum undanfarið.
5. Menning: Ég hef ekki verið dugleg að fara í leikhús eða á tónleika í langan tíma og ég verð snarlega að fara að bæta úr því. Það er svo andlega upplífgandi.
Með því að setja þetta á blað,geri ég mér von um að ég geri eitthvað í málunum.
OG HANA NÚ!
Wednesday, May 11, 2005
Góð afskökun fyrir að koma of seint í vinnuna?
"Lífeyrissjóður"
"Já, hæ, þetta er Veiga ég kem víst töluvert seint í dag"
"Nú, sváfuð þið yfir ykkur?"
"Nei ég þarf bara að veiða eina mús!"
"HA?!?!?!?!"
Músaveiðitímabilið er sem sagt gengið í garð. Við Trítla vorum sveittar að ná músinni (sem hún kom inn með). Það tók mig klukkutíma að ná henni í blessaða Tupperware dósina (sem klikkar aldrei). Trítla ber mikla virðingu fyrir mér þessa dagana, enda eðalveiðimaður á ferð. Ég held að hún hafi tekið það til sín, þegar börnin voru að kvarta yfir matnum sínum. Hefur ákveðið að leysa þetta vandamál og færa þeim músarsteik.
Auminginn var svo lítil og sæt. Ég náði henni, dauðhræddri, og sleppti henni út í móa.
"Já, hæ, þetta er Veiga ég kem víst töluvert seint í dag"
"Nú, sváfuð þið yfir ykkur?"
"Nei ég þarf bara að veiða eina mús!"
"HA?!?!?!?!"
Músaveiðitímabilið er sem sagt gengið í garð. Við Trítla vorum sveittar að ná músinni (sem hún kom inn með). Það tók mig klukkutíma að ná henni í blessaða Tupperware dósina (sem klikkar aldrei). Trítla ber mikla virðingu fyrir mér þessa dagana, enda eðalveiðimaður á ferð. Ég held að hún hafi tekið það til sín, þegar börnin voru að kvarta yfir matnum sínum. Hefur ákveðið að leysa þetta vandamál og færa þeim músarsteik.
Auminginn var svo lítil og sæt. Ég náði henni, dauðhræddri, og sleppti henni út í móa.
Monday, May 09, 2005
Hálfgert spennufall
Jæja, þá eru tónleikarnir yfirstaðnir og tókust bara nokkuð vel. Smá hnökrar hér og þar, en ekkert alvarlegt. Tangoinn tókst mjög vel og einnig hið erfiða Song of the Bell. Hildigunnur mætti á tónleikana, okkur til mikillar ánægju. Ég ætlaði að heilsa upp á hana eftir tónleika, en því miður komst ég ekki í það. Vona að mér sé fyrirgefið.
Eftir tónleika var farið á Salatbarinn, sem var opnaður sérstaklega fyrir okkur. Nú taka við upptökur á íslensku lögunum. Við eigum líka eftir að syngja á 17.júní og svo er frí fram í miðjan ágúst. Þá taka við æfingar fyrir utanlandsferð og ég bíð spennt eftir henni.
Eftir tónleika var farið á Salatbarinn, sem var opnaður sérstaklega fyrir okkur. Nú taka við upptökur á íslensku lögunum. Við eigum líka eftir að syngja á 17.júní og svo er frí fram í miðjan ágúst. Þá taka við æfingar fyrir utanlandsferð og ég bíð spennt eftir henni.
Tuesday, May 03, 2005
Það styttist
í vortónleika Kvennakórsins. Þeir verða haldnir næsta sunnudag í Grafarvogskirkju kl. 5 (smá plögg). Mér sýnist á öllu að prógrammið sé að smella saman hjá okkur, en það eru ennþá nokkrir smá hnökrar hér og þar. Ég er persónulega ekki hrifin af árangrinum í Tango nr.5. Finnst við allt of óöruggar ennþá (ég meðtalin). Mér finnst við ekki hafa æft það nógu vel. Íslensku lögin eru öll á góðri siglingu og einnig þau sænsku og finnsku. Textinn í Búkollunni er samt ekki alveg orðinn nógu smurður. O jæja, við sjáum hvað gerist.
Ég hef líka eiginlega meiri áhyggjur af þessum eilífu breytingum á uppstillingu kórsins. Í miðjum klíðum þurfa 90 konur að fara að færa sig til á pöllunum og það oftar en einu sinni. ÞAÐ á eftir að verða frekar skrautlegt.
Ég hef líka eiginlega meiri áhyggjur af þessum eilífu breytingum á uppstillingu kórsins. Í miðjum klíðum þurfa 90 konur að fara að færa sig til á pöllunum og það oftar en einu sinni. ÞAÐ á eftir að verða frekar skrautlegt.