Friday, May 13, 2005

 

Endurskoðun

Hér á eftir koma nokkrir þættir sem verða teknir til endurskoðunar næstu mánuðina:

1. Kreditkortareikningurinn: Hann heldur áfram að koma mér á óvart blessaðurinn. Nú verður að fara að setja ýmsar skorður á eyðslusemina.
2. Hreyfing og matarræði: Nú þegar skilnaður og flutningur er um garð genginn, er kominn tími til að endurskoða matarræðið. Við færumst alltaf nær grænmetisfæðinu og frá kjötmetinu. Börnin mín eru hætt að borða svínakjöt og lambakjöt og vilja bara kjúkling, pasta, kúskús og grænmeti. Spurning að taka fram bókina góðu sem ég fékk í jólagjöf um árið "Grænn Kostur" heitir hún víst. Ég tek það fram að ég er mjög sátt við þessar breytingar. Einnig spurning um að taka fram hjólið og gönguskóna, nú þegar vorið er gengið í garð.
3. Uppeldið: Já það verður bara að viðurkennast að ég er allt of góð við börnin mín. Stundvísi á morgnana þarf að komast í betra horf.
4. Vinkonur: Ég þarf að gefa mér miklu betri tíma til að sinna vinkonum. Þær hafa alveg setið á hakanum undanfarið.
5. Menning: Ég hef ekki verið dugleg að fara í leikhús eða á tónleika í langan tíma og ég verð snarlega að fara að bæta úr því. Það er svo andlega upplífgandi.

Með því að setja þetta á blað,geri ég mér von um að ég geri eitthvað í málunum.

OG HANA NÚ!

Comments:
go veiga!
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?