Monday, May 09, 2005

 

Hálfgert spennufall

Jæja, þá eru tónleikarnir yfirstaðnir og tókust bara nokkuð vel. Smá hnökrar hér og þar, en ekkert alvarlegt. Tangoinn tókst mjög vel og einnig hið erfiða Song of the Bell. Hildigunnur mætti á tónleikana, okkur til mikillar ánægju. Ég ætlaði að heilsa upp á hana eftir tónleika, en því miður komst ég ekki í það. Vona að mér sé fyrirgefið.

Eftir tónleika var farið á Salatbarinn, sem var opnaður sérstaklega fyrir okkur. Nú taka við upptökur á íslensku lögunum. Við eigum líka eftir að syngja á 17.júní og svo er frí fram í miðjan ágúst. Þá taka við æfingar fyrir utanlandsferð og ég bíð spennt eftir henni.

Comments: Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?