Wednesday, May 11, 2005

 

Góð afskökun fyrir að koma of seint í vinnuna?

"Lífeyrissjóður"
"Já, hæ, þetta er Veiga ég kem víst töluvert seint í dag"
"Nú, sváfuð þið yfir ykkur?"
"Nei ég þarf bara að veiða eina mús!"
"HA?!?!?!?!"

Músaveiðitímabilið er sem sagt gengið í garð. Við Trítla vorum sveittar að ná músinni (sem hún kom inn með). Það tók mig klukkutíma að ná henni í blessaða Tupperware dósina (sem klikkar aldrei). Trítla ber mikla virðingu fyrir mér þessa dagana, enda eðalveiðimaður á ferð. Ég held að hún hafi tekið það til sín, þegar börnin voru að kvarta yfir matnum sínum. Hefur ákveðið að leysa þetta vandamál og færa þeim músarsteik.

Auminginn var svo lítil og sæt. Ég náði henni, dauðhræddri, og sleppti henni út í móa.

Comments: Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?