Sunday, May 29, 2005

 

Ég er kvikindi

Ég get nú stundum verið ansi stríðin. Þar sem við kisa erum einar heima, varð hún fórnalamb stríðninnar í dag. Ég komst nefnilega að því fyrir slysni að fyrstu tónarnir í nýja Black Eyed Peas laginu, gera hana alveg brjálaða. Skottið verður þrefalt og hún skýtur upp kryppu. Þetta var ekki tilviljun, því ég prófaði þetta aftur og aftur og aftur. Svo ákvað ég að ég yrði að hætta að vera vond við kisu.

Hver sagði svo að kettir hefðu ekkert vit á tónlist.

Comments: Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?