Tuesday, May 03, 2005

 

Það styttist

í vortónleika Kvennakórsins. Þeir verða haldnir næsta sunnudag í Grafarvogskirkju kl. 5 (smá plögg). Mér sýnist á öllu að prógrammið sé að smella saman hjá okkur, en það eru ennþá nokkrir smá hnökrar hér og þar. Ég er persónulega ekki hrifin af árangrinum í Tango nr.5. Finnst við allt of óöruggar ennþá (ég meðtalin). Mér finnst við ekki hafa æft það nógu vel. Íslensku lögin eru öll á góðri siglingu og einnig þau sænsku og finnsku. Textinn í Búkollunni er samt ekki alveg orðinn nógu smurður. O jæja, við sjáum hvað gerist.

Ég hef líka eiginlega meiri áhyggjur af þessum eilífu breytingum á uppstillingu kórsins. Í miðjum klíðum þurfa 90 konur að fara að færa sig til á pöllunum og það oftar en einu sinni. ÞAÐ á eftir að verða frekar skrautlegt.

Comments:
ég mæti, búin að fá miða :-)
 
þetta var bara ljómandi fínt hjá ykkur. Tangóinn megaflottur, ég væri til í að syngja hann.
 
Já þetta tókst betur en ég þorði að vona.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?