Friday, May 27, 2005
Froðufellandi á föstudegi
Nú hafa þessir dómsdagshálfvitar, sem eru að byggja blokkina mína, endanlega gengið fram af mér. Þegar ég vaknaði í morgun, var ekkert kalt vatn að fá. Ég þakka fyrir að ég byrjaði á að bursta í mér tennurnar, svo ég gat notað síðustu dropana til þess. Þegar ég ætlaði í mína daglegu morgunsturtu, til að vakna almennilega, þá var kalda vatnið búið. Að fara ekki í sturtu á morgnana er fyrir mér það sama og að fara öfugu meginn framúr. Ég varð algerlega brjáluð. Verkstjórinn má bara þakka fyrir að hafa ekki orðið á vegi mínum þegar ég stormaði af stað í vinnuna.
Það eru orðnir næstum tveir mánuðir síðan ég flutti inn og þessir menn eru ekki ennþá búnir að ganga frá ýmsum smáhlutum. Það vantar ennþá dyrakarma á tvö herbergi, það vantar rósettur á handklæðaofn og þannig smotterí. Þegar ég rekst á verkstjórann, er alltaf sama svarið "Æ já, það var víst eftir". Í dag er mér skapi næst að hengja þennan mann upp á neðri hárunum. Þegar ég spyr hvenær ég fái geymsluna mína afhenta er alltaf sama svarið "Í næstu viku". Á meðan verð ég að hafa reiðhjól, sleða og skíði inní stofu, að ónefndum öllum kössunum.
Ég er sein til vandræða, en þetta er að verða aðeins tú mötsj.
Það eru orðnir næstum tveir mánuðir síðan ég flutti inn og þessir menn eru ekki ennþá búnir að ganga frá ýmsum smáhlutum. Það vantar ennþá dyrakarma á tvö herbergi, það vantar rósettur á handklæðaofn og þannig smotterí. Þegar ég rekst á verkstjórann, er alltaf sama svarið "Æ já, það var víst eftir". Í dag er mér skapi næst að hengja þennan mann upp á neðri hárunum. Þegar ég spyr hvenær ég fái geymsluna mína afhenta er alltaf sama svarið "Í næstu viku". Á meðan verð ég að hafa reiðhjól, sleða og skíði inní stofu, að ónefndum öllum kössunum.
Ég er sein til vandræða, en þetta er að verða aðeins tú mötsj.
Comments:
<< Home
Það væri nú alveg til að ná úr mér vonda skapinu, bjór í heitum potti.
Ert þú annars alveg hætt að blogga? Ég kíki reglulega á síðuna þína og sakna skemmtilegs bloggs.
Ert þú annars alveg hætt að blogga? Ég kíki reglulega á síðuna þína og sakna skemmtilegs bloggs.
hei, langar þig ekkert að vera með í sumaróperunni? 3 æfingar eftir núna, og svo slatti af æfingum í ágúst, síðan sýningar vikuna 21.-28. ágúst. Sárvantar í kórinn. Ekki borgað en flott músík og verður örugglega hörkugaman. Sárvantar í altinn! Ertu ekki líka þrælvön óperusöngkona, frá fyrstu skrefum íslensku óperunnar? ;-)
Ertu að meina það, ég tek alltaf bjór með mér í morgunsturtuna og regnhlíf líka svo hann blotni ekki.
Hmm ég veit nú ekki hvort ég gæti titlað mig sem óperusöngkona, hef ekki lært staf í söng.
Post a Comment
Hmm ég veit nú ekki hvort ég gæti titlað mig sem óperusöngkona, hef ekki lært staf í söng.
<< Home