Thursday, May 26, 2005
Jæja
Þá er maður búin að gera allt vitlaust hjá Símanum og OgVodafone. Ég fékk viðbrögð við þessum tölvupóst til Símans og þeir vísuðu jafnframt ábyrgð yfir á OgVodafone. Næst hringdi tæknikona frá OgVodafone og sagðist hafa verið skömmum af Símanum fyrir að hafa ekki tengt símann minn. Hún sagði að tenging hefði verið virk frá 28. apríl. Ég svaraði að bragði "Ég held að ég viti hvernig sími virkar, það á að heyrast sónn!!!". Hún sagðist athuga málið og hringdi í mig síðar.
Og hér er svo niðurstaðan. Síminn minn var tengdur þann 28.apríl í vitlausa íbúð í blokkinni. Ekki vildi svo betur til en að einhver gröfukall skar í sundur símavírinn, svo ekki fæ ég símann strax. Núna sitja allir sveittir hjá OgVodafone, að redda málunum. Tæknimaður hefur verið settur í málið og á að leysa það akút. Ef ég verð ekki komin með síma í síðasta lagi á morgun, þá á ég að hringja aftur í tæknikonuna hana Sólveigu. Í skaðabætur fæ ég svo 20.000 inneign hjá OgVodafone.
Eins og ég segi alltaf, þá fær maður ekkert gert nema maður sé FREKJA!
Og hér er svo niðurstaðan. Síminn minn var tengdur þann 28.apríl í vitlausa íbúð í blokkinni. Ekki vildi svo betur til en að einhver gröfukall skar í sundur símavírinn, svo ekki fæ ég símann strax. Núna sitja allir sveittir hjá OgVodafone, að redda málunum. Tæknimaður hefur verið settur í málið og á að leysa það akút. Ef ég verð ekki komin með síma í síðasta lagi á morgun, þá á ég að hringja aftur í tæknikonuna hana Sólveigu. Í skaðabætur fæ ég svo 20.000 inneign hjá OgVodafone.
Eins og ég segi alltaf, þá fær maður ekkert gert nema maður sé FREKJA!
Comments:
<< Home
Ég myndi fylgjast með því að þú fáir þessa inneign. Ég hef ekki enn fengið ókeypis mánaðargjald af ADSL frá Og Vodafone sem mér var lofað í janúar!
Jamm.. sammála. Sigurinn er ekki unninn fyrr en pjéningurinn er kominn á reikninginn. Treysti hvorugu þessu fyrir fimmaur
ég fékk hikstalaust inneign hjá Og fjarskiptum þegar ég kvartaði yfir hlut. Nó prob. Borgar sig svo sem samt að fylgjast með.
talaðu bara við þau í 1414 farfugl, ég hef alltaf fengið fína og liðlega þjónustu þar.
talaðu bara við þau í 1414 farfugl, ég hef alltaf fengið fína og liðlega þjónustu þar.
Netið er komið! Og síminn líka. Dóttir mín var í sæluvímu í gærkvöldi og eyddi öllu kvöldinu á MSN. Ég gat ekki bannað henni það, hún var að bæta sér upp tvo mánuði án netsins.
Post a Comment
<< Home