Thursday, May 19, 2005

 

Bréf til Símans

Nú er þolinmæði mín á þrotum. Sendi þetta hæfilega kurteisa bréf til þjónustuvers Símans:

Ég hafði samband við þjónustuver fyrir um mánuði síðan, vegna tengingar á síma og neti í hinu nýja Vatnsendahverfi. Ég er að vísu notandi hjá OgVodafone, en þeir tjáðu mér að tafir á teningu væru vegna þess að ekki væri búið að ganga frá símstöð í þessu hverfi.

Þegar ég hafði samband við þjónustuver ykkar fyrir um mánuði síðan, var mér tjáð að málið myndi leysast mjög fljótlega. Nú tæpum mánuði síðar er ég enn ekki búin að fá tengingu. Ég er því búin að vera síma- og netlaus í tæpa tvo mánuði. Þetta hverfi er búið að vera einhvern tíma í byggingu og einkennilegt að ekki hafi verið byrjað á þessu verki fyrr. Það að vera síma- og netlaus á höfuðborgarsvæðinu í svo langan tíma er bara hreinlega hætt að vera fyndið.

Hversu langan tíma á þetta verk að taka?

Comments:
Ég hef heyrt að Síminn dragi lappirnar varðandi tengingar fyrir Vodafone. Sel það ekki dýrara en ég keypti. Sjálf beið ég í mánuð eftir einföldum flutningi á ADSL frá Vodafone, en heimasíminn sem var hjá Símanum tók einn dag.
 
Þetta er nú meiri kúkurinn. Í nútímasamfélagi jafnast síma og netleysi við vatns- og rafmagnsleysi. Það er því fyrir neðan allar hellur að drífa ekki í að tengja heilu hverfin.
 
Ég var að senda ítrekun á þá, þar sem ég afritaði texta af þjónustusíðunni þeirra. Þar er tekið sérstaklega fram að öllum fyrirspurnum sé svarað samdægurs.

Ég er ekki farin að fá svar.
 
Jamm. Það liggur við að næsta skref hjá þér sé að hlekkja þig við dyrnar á aðalhöfuðstöðvum símans og skella sér í hungurverkfall..

æi ég segi nú bara svona... en Síminn er þekkt fyrir lúaleg vinnubrögð sem þessi. Það versta er að það er svo lítið hægt að gerat il að reka á eftir.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?