Saturday, October 28, 2006
Bloggheimar
Það eru furðulegir heimar. Alls kyns fólk sem bloggar eftir sínu höfði. Sumir blogga um daglegt líf, aðrir viðra skoðanir á pólítík og fréttum, sumir eru bráðskemmtilegir og aðrir virðast vera í ævintýraheimum kennda við ýmsar fígúrur eins og Ken og Barbie. Stundum er bloggið skáldskapur og stundum raunveruleiki og stundum bara á mörkunum.
Ég blogga fyrir sjálfa mig og þá sem nenna að lesa. Ég er svona hversdagsbloggari og blogga bara um það sem mér dettur í hug. Flesta bloggara sem ég les, hef ég aldrei hitt og myndi ekki þekkja á förnum vegi. Það er hálf einkennileg tilfinning að þekkja manneskju töluvert, án þess þó að þekkja hana. Ef þið skiljið hvað ég meina.
Það er líka gaman þegar fólk kvittar fyrir innlitið, en það gerist bara allt of sjaldan.
Ég blogga fyrir sjálfa mig og þá sem nenna að lesa. Ég er svona hversdagsbloggari og blogga bara um það sem mér dettur í hug. Flesta bloggara sem ég les, hef ég aldrei hitt og myndi ekki þekkja á förnum vegi. Það er hálf einkennileg tilfinning að þekkja manneskju töluvert, án þess þó að þekkja hana. Ef þið skiljið hvað ég meina.
Það er líka gaman þegar fólk kvittar fyrir innlitið, en það gerist bara allt of sjaldan.
Wednesday, October 25, 2006
Pakkinn er kominn
Mikið var nú gaman að fá afmælispakka frá útlöndum. Ég ákvað að pína soninn ekkert, heldur leyfði honum að opna pakkann, þó að það væri tæp vika í afmælið. Það þurfti heldur ekki nema eitt gott hrist, og þá var hann með það á tæru hvað væri í pakkanum. Lego Star Wars flaug, af stærri gerðinni. Það er svo gott þegar maður getur pantað afmælisgjafir frá Ameríku. Þessi flaug kostar um 50 dollara (veit ekki gengið en það er í kringum 3500-4000). Hérna á Fróni kostar þessi flaug ca. 13.-14.þús. kr.
Annars kom sonurinn mér á óvart í gær. Það var bekkjarkvöld og hann rappaði ásamt bekkjarbróður sínum. Frumsaminn texti og ekki nóg með það, heldur var allur bekkurinn búinn að læra textann. Þeir tóku því rappið aftur, með hjálp frá hinum í bekknum. Ekkert smá stolt móðir.
Annars kom sonurinn mér á óvart í gær. Það var bekkjarkvöld og hann rappaði ásamt bekkjarbróður sínum. Frumsaminn texti og ekki nóg með það, heldur var allur bekkurinn búinn að læra textann. Þeir tóku því rappið aftur, með hjálp frá hinum í bekknum. Ekkert smá stolt móðir.
Tuesday, October 24, 2006
Guli og rauði bíllinn
Ég á von á heimsókn frá gula og rauða bílnum í dag, með glaðning frá Ameríku. Það er búið að ríkja mikil eftirvænting á heimilinu, því núna er bara vika í átta ára afmæliveislu og von á afmælispakka alla leið frá útlöndum.
Núna er bara að vona að þeir rati.
Núna er bara að vona að þeir rati.
Friday, October 20, 2006
Myrin
Í dag var kvikmyndin Mýrin frumsýnd í bíó. Myndin er byggð á sögu eftir Arnald Indriðason. Ég las dóma um myndina á kvikmynd.is, þar sem viðkomandi lofaði myndina og taldi hana bestu íslensku mynd sem hann hafði séð.
Ég er mjög forvitin að sjá þessa mynd. Húsið mitt, fyrrverandi, leikur nefnilega í henni og ég er mjög spennt að sjá hvernig það tekur sig út.
Ég er mjög forvitin að sjá þessa mynd. Húsið mitt, fyrrverandi, leikur nefnilega í henni og ég er mjög spennt að sjá hvernig það tekur sig út.
Thursday, October 19, 2006
The Exorcist
Ég las það á Mbl.is að þessi mynd er talin vera mest ógvekjandi allra kvikmynda. Ég get verið alveg sammála þessu. Þetta er amk eina bíómyndin sem ég hef hætt að horfa á sökum hræðslu. Í einu atriði myndarinnar stökk ég bara á fætur og hljóp fram.
Ég var að vísu bara unglingur þegar ég sá hana, en ég þori ekki fyrir mitt litla líf að gera aðra tilraun. Hún er bara of skerí.
Ég var að vísu bara unglingur þegar ég sá hana, en ég þori ekki fyrir mitt litla líf að gera aðra tilraun. Hún er bara of skerí.
Sunday, October 15, 2006
Hressandi
Ég var mjög dugleg að safna spýtnaruslinu og koma því á Sorpu, þrátt fyrir ausandi rigningu. Það var í raun mjög hressandi. Þar sem ég á ekki jeppa eða áburðartrukk, þá varð ég að fara nokkrar ferðir og varð hundblaut. Ég þurfti að standa töluverðan tíma undir heitri sturtu til að fá hita í mig aftur.
Í kvöld kom Trítla með músarunga í kjaftinum og vildi komast inn. Ég hafði verið nógu gáfuð að loka hurðinni þegar ég hleypti henni út. Trítla var sármóðguð þegar ég vildi ekki hleypa henni inn með bráðina, sem hún var búin að hafa mikið fyrir að veiða. Sem betur fer varið músin dauð, svo ég slapp við að myrða hana. Hún endaði í ruslageymslunni. Ég hef það bara ekki í mér að drepa hálfdauðar mýsnar sem Trítla kemur með. Ég verð alveg miður mín, því ég veit að þær kveljast, en ég bara get það ekki. Núna veit ég að ég get bara talað við Erlu, hún er víst þrælvanur músabani.
Í kvöld kom Trítla með músarunga í kjaftinum og vildi komast inn. Ég hafði verið nógu gáfuð að loka hurðinni þegar ég hleypti henni út. Trítla var sármóðguð þegar ég vildi ekki hleypa henni inn með bráðina, sem hún var búin að hafa mikið fyrir að veiða. Sem betur fer varið músin dauð, svo ég slapp við að myrða hana. Hún endaði í ruslageymslunni. Ég hef það bara ekki í mér að drepa hálfdauðar mýsnar sem Trítla kemur með. Ég verð alveg miður mín, því ég veit að þær kveljast, en ég bara get það ekki. Núna veit ég að ég get bara talað við Erlu, hún er víst þrælvanur músabani.
Saturday, October 14, 2006
Rok
Ég vaknaði við rok í morgun. Stökk fram úr og kíkti út, því ég var hrædd um að spýtur væru fljúgandi út um allt. Sem betur fer voru þær ennþá á sínum stað. Ég hafði ætlað að taka saman afsagið og fara með út á Sorpu, en nennti því engan veginn í þessu roki. Í staðinn ákvað ég að fara út í bakarí og skreppa í heimsókn til ömmu og afa. Ég vona bara að það verði meira logn á morgun.
Ég horfði á DaVinci Code í gærkvöldi og fannst myndin bara alveg ágæt. Átti ekki von á miklu, því hún fékk frekar slæma dóma þegar hún var sýnd í bíó. Ég gat líka einhvern veginn ekki ímyndað mér að Tom Hanks yrði góður í þessu hlutverki, en hann plummaði sig bara ágætlega.
Það er að koma mynd í bíó, sem ég hugsa mér að sjá. Hún heitir "Children of Men" og er byggð á bók eftir P.D. James (sama höfund og skrifaði sakamálabækurnar um Adam Dalgliesh).
Farin að lesa Fréttablaðið. Nei, það kom ekki inn um lúguna, amma gaf mér sitt eintak.
Ég horfði á DaVinci Code í gærkvöldi og fannst myndin bara alveg ágæt. Átti ekki von á miklu, því hún fékk frekar slæma dóma þegar hún var sýnd í bíó. Ég gat líka einhvern veginn ekki ímyndað mér að Tom Hanks yrði góður í þessu hlutverki, en hann plummaði sig bara ágætlega.
Það er að koma mynd í bíó, sem ég hugsa mér að sjá. Hún heitir "Children of Men" og er byggð á bók eftir P.D. James (sama höfund og skrifaði sakamálabækurnar um Adam Dalgliesh).
Farin að lesa Fréttablaðið. Nei, það kom ekki inn um lúguna, amma gaf mér sitt eintak.
Friday, October 13, 2006
Föstudagurinn þrettándi
Er ekki eðlilegt að maður hafi það á tilfinningunni að allt gangi á afturfótunum á þessum degi.
Sonurinn lenti í klandri AFTUR. Jú, hann virðist vera eitthvað hrifinn af þessum flísum, eða ekki, því hann var aftur gripinn við að brjóta flís. Dagurinn byrjaði sem sagt hjá skólastjóranum. Í þetta skiptið stóð hann til hliðar og rétti hinum grjót til að kasta í flísarnar. Hann var miður sín yfir þessu og kvartaði yfir því að nú yrði hann settur í sjónvarpsbann, en virtist ekki gera sér grein fyrir því ÁÐUR en hann framdi verknaðinn.
Fréttablaðið virðist bara ekki ætla að rata heim til mín. Ég held að þessi símsvari sé bara plat, því það hefur ekkert að segja að tala inn á hann sjö sinnum. Ég veit að það er náttúrulega bilun að halda áfram að hringja, en ég er nú einu sinni svo þrjósk að ég er búin að heita því að hringja tíu sinnum áður en ég gefst upp.
EN pallurinn minn er amk næstum því fullkláraður og það er föstudagur í dag, svo það er nú eitthvað til að gleðjast yfir.
Sonurinn lenti í klandri AFTUR. Jú, hann virðist vera eitthvað hrifinn af þessum flísum, eða ekki, því hann var aftur gripinn við að brjóta flís. Dagurinn byrjaði sem sagt hjá skólastjóranum. Í þetta skiptið stóð hann til hliðar og rétti hinum grjót til að kasta í flísarnar. Hann var miður sín yfir þessu og kvartaði yfir því að nú yrði hann settur í sjónvarpsbann, en virtist ekki gera sér grein fyrir því ÁÐUR en hann framdi verknaðinn.
Fréttablaðið virðist bara ekki ætla að rata heim til mín. Ég held að þessi símsvari sé bara plat, því það hefur ekkert að segja að tala inn á hann sjö sinnum. Ég veit að það er náttúrulega bilun að halda áfram að hringja, en ég er nú einu sinni svo þrjósk að ég er búin að heita því að hringja tíu sinnum áður en ég gefst upp.
EN pallurinn minn er amk næstum því fullkláraður og það er föstudagur í dag, svo það er nú eitthvað til að gleðjast yfir.
Friday, October 06, 2006
Ekkert Fréttablað
Þrátt fyrir að hafa spjallað við símsvarann á áskriftardeild Fréttablaðsins, SEX SINNUM, er ég ekki farin að sjá blaðið. Ég er farin að halda að það hlusti enginn á þennan símsvara, þetta sé bara allt í plati.
Annars er það helst í fréttum að í dag eru 45 ár liðin síðan Háskólabíó var formlega vígt. Það kemur sjálfsagt enginn til með að halda upp á daginn, enda er bíóið ekki starfrækt lengur í sömu mynd og áður fyrr. Háskólabíó kemur alltaf til með að eiga pláss í mínu hjarta, því þar starfaði ég í 10 ár. Það voru yfirleitt góðir tímar og mikið líf og fjör. Ég held að ég geti jafnvel sagt að þetta hafi verið skemmtilegasti vinnustaður sem ég hef unnið á. Mannlífið þar var fjölbreytt, stundum hitti maður frægt fólk og svo gat maður stundum fengið að skella sér á tónleika hjá Sinfó.
Annars er það helst í fréttum að í dag eru 45 ár liðin síðan Háskólabíó var formlega vígt. Það kemur sjálfsagt enginn til með að halda upp á daginn, enda er bíóið ekki starfrækt lengur í sömu mynd og áður fyrr. Háskólabíó kemur alltaf til með að eiga pláss í mínu hjarta, því þar starfaði ég í 10 ár. Það voru yfirleitt góðir tímar og mikið líf og fjör. Ég held að ég geti jafnvel sagt að þetta hafi verið skemmtilegasti vinnustaður sem ég hef unnið á. Mannlífið þar var fjölbreytt, stundum hitti maður frægt fólk og svo gat maður stundum fengið að skella sér á tónleika hjá Sinfó.