Wednesday, October 25, 2006

 

Pakkinn er kominn

Mikið var nú gaman að fá afmælispakka frá útlöndum. Ég ákvað að pína soninn ekkert, heldur leyfði honum að opna pakkann, þó að það væri tæp vika í afmælið. Það þurfti heldur ekki nema eitt gott hrist, og þá var hann með það á tæru hvað væri í pakkanum. Lego Star Wars flaug, af stærri gerðinni. Það er svo gott þegar maður getur pantað afmælisgjafir frá Ameríku. Þessi flaug kostar um 50 dollara (veit ekki gengið en það er í kringum 3500-4000). Hérna á Fróni kostar þessi flaug ca. 13.-14.þús. kr.

Annars kom sonurinn mér á óvart í gær. Það var bekkjarkvöld og hann rappaði ásamt bekkjarbróður sínum. Frumsaminn texti og ekki nóg með það, heldur var allur bekkurinn búinn að læra textann. Þeir tóku því rappið aftur, með hjálp frá hinum í bekknum. Ekkert smá stolt móðir.

Comments:
Frábært hjá honum! Til hamingju með það.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?