Sunday, October 15, 2006

 

Hressandi

Ég var mjög dugleg að safna spýtnaruslinu og koma því á Sorpu, þrátt fyrir ausandi rigningu. Það var í raun mjög hressandi. Þar sem ég á ekki jeppa eða áburðartrukk, þá varð ég að fara nokkrar ferðir og varð hundblaut. Ég þurfti að standa töluverðan tíma undir heitri sturtu til að fá hita í mig aftur.

Í kvöld kom Trítla með músarunga í kjaftinum og vildi komast inn. Ég hafði verið nógu gáfuð að loka hurðinni þegar ég hleypti henni út. Trítla var sármóðguð þegar ég vildi ekki hleypa henni inn með bráðina, sem hún var búin að hafa mikið fyrir að veiða. Sem betur fer varið músin dauð, svo ég slapp við að myrða hana. Hún endaði í ruslageymslunni. Ég hef það bara ekki í mér að drepa hálfdauðar mýsnar sem Trítla kemur með. Ég verð alveg miður mín, því ég veit að þær kveljast, en ég bara get það ekki. Núna veit ég að ég get bara talað við Erlu, hún er víst þrælvanur músabani.

Comments: Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?