Saturday, October 28, 2006

 

Bloggheimar

Það eru furðulegir heimar. Alls kyns fólk sem bloggar eftir sínu höfði. Sumir blogga um daglegt líf, aðrir viðra skoðanir á pólítík og fréttum, sumir eru bráðskemmtilegir og aðrir virðast vera í ævintýraheimum kennda við ýmsar fígúrur eins og Ken og Barbie. Stundum er bloggið skáldskapur og stundum raunveruleiki og stundum bara á mörkunum.

Ég blogga fyrir sjálfa mig og þá sem nenna að lesa. Ég er svona hversdagsbloggari og blogga bara um það sem mér dettur í hug. Flesta bloggara sem ég les, hef ég aldrei hitt og myndi ekki þekkja á förnum vegi. Það er hálf einkennileg tilfinning að þekkja manneskju töluvert, án þess þó að þekkja hana. Ef þið skiljið hvað ég meina.

Það er líka gaman þegar fólk kvittar fyrir innlitið, en það gerist bara allt of sjaldan.

Comments:
mér finnast bloggheimar brill. Fullt fullt af fólki sem er orðið góðir vinir manns og maður hefði ekki haft hugmynd um að væri til.
 
sammála Hildigunni. Ég er sko alltaf að lesa þig. Er einhverra hluta vegna þó ansi kvittlöt en mér finnst voða gaman að vita hvað gengur á hjá þér, enda skemmtilega sagt frá því. Ef ég átóanalísera mig þá held ég að ég sé nær dagbókarstílnum, svona eins og þú. Held ég.
 
Ég er nú kannski ekkert allt of dugleg að kvitta sjálf. Stundum er eins og maður verði eitthvað feimin við það. Ég les þó nokkur blogg daglega og ykkar beggja þar á meðal.
 
Bloggheimar halda hreinlega í mér lífinu á stundum skal ég segja ykkur.
 
Það er gaman að þessu bloggi, finnst mér. Bæði heldur maður betra sambandi við fjölskyldumeðlimi og vini sem búa annars staðar, og svo kynnist maður nýju fólki sem er alltaf gaman. :)
 
Einmitt. Heill heimur út af fyrir sig. Ég þyrfti bara að læra aðeins betur á kerfið, svo ég geti skreytt bloggið mitt smávegis.
 
Það var ein manneskja sem reit á vefinn að bloggarar væru egócentrískasta fólkið á veraldarvefnum. Því það ætlast til að einhver nenni að lesa um manns persónulega líf væri það vitlausasta í heimi. Bara fyrir heimskingja og egóista.

Mér finnst að þessir sömu einstaklingar sem hafa þessa skoðun vanti bara gott knús... Þeim vantar athygli sjálfum.

Ég er að sjálfssögðu ekki egócentrísk þrátt fyrir þá augljósu staðreynd að lífið og tilveran snúist um mig *flaut*
 
hehe ég skil ekkert hvað þú átt við ;)
 
Ég er sammála - ekki margir vafrarar sem kvitta hjá mér. Fór að skrá hjá mér heimsóknir í einn mánuð. Það var fróðlegt.
 
Ég ætla að reyna að fara að standa mig betur í þessu kvitteríi.
 
Kíkið á www.blog.centra.is/bloggheimar
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?