Saturday, October 14, 2006

 

Rok

Ég vaknaði við rok í morgun. Stökk fram úr og kíkti út, því ég var hrædd um að spýtur væru fljúgandi út um allt. Sem betur fer voru þær ennþá á sínum stað. Ég hafði ætlað að taka saman afsagið og fara með út á Sorpu, en nennti því engan veginn í þessu roki. Í staðinn ákvað ég að fara út í bakarí og skreppa í heimsókn til ömmu og afa. Ég vona bara að það verði meira logn á morgun.

Ég horfði á DaVinci Code í gærkvöldi og fannst myndin bara alveg ágæt. Átti ekki von á miklu, því hún fékk frekar slæma dóma þegar hún var sýnd í bíó. Ég gat líka einhvern veginn ekki ímyndað mér að Tom Hanks yrði góður í þessu hlutverki, en hann plummaði sig bara ágætlega.

Það er að koma mynd í bíó, sem ég hugsa mér að sjá. Hún heitir "Children of Men" og er byggð á bók eftir P.D. James (sama höfund og skrifaði sakamálabækurnar um Adam Dalgliesh).

Farin að lesa Fréttablaðið. Nei, það kom ekki inn um lúguna, amma gaf mér sitt eintak.

Comments: Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?