Monday, October 31, 2005
Afmælisdagur
Þá er litli guttinn orðinn 7 ára. Hann var svo spenntur fyrir þessum afmælisdegi að hann ætlaði varla að geta sofið í nótt. Afmælisveislan verður haldin í dag, fyrir bekkjarfélaga. Það eru allir fjölskyldumeðlimir svo uppteknir að það verður sjálfsagt ekkert fjölskylduafmæli í þetta skiptið. Ég ákvað að best væri að halda afmælið í Veröldin Okkar. Þar gætu svona guttar fengið útrás og hoppað og skoppað án þess að skemma neitt.
Það verður líka eitthvað svo þægilegt að geta bara mætt í afmælið og farið svo heim, án þess að þurfa að eyða orku í frágang og uppvask.
Það verður líka eitthvað svo þægilegt að geta bara mætt í afmælið og farið svo heim, án þess að þurfa að eyða orku í frágang og uppvask.
Monday, October 24, 2005
Amma mín
Hún er nú alveg sérstök hún amma mín. Eitt af því fyrsta sem ég bloggaði um, var árátta hennar að leita að eiginmanni handa mér þegar ég var yngri og ógift.
Núna þegar ég er búin að vera skilin í rúmt ár, finnst henni greinilega tími til kominn að fara að gera eitthvað í málunum. Henni finnst greinilegt að ég þurfi hjálp. Þetta samtal átti sér stað um helgina, þegar ég var á ömmu- og afavakt:
Amma: "Ég er búin að finna frábæran eiginmann fyrir þig"
Ég: "Amma, ég er ekki að leita mér að eiginmanni"
Amma: "Já en hann er svo góður maður og á fullt af peningum"
Ég: "Amma, hættu nú. Ég hef alltaf sagt þér að ég gifti mig ekki fyrir peninga"
Amma: "Já, en þetta er svo góður maður. Pabbi hans býr hérna í blokkinni."
Ég (frekar hikandi): "Hvað er þetta eiginlega gamall maður??"
Amma: "Hann er að nálgast sextugt"
Ég: "Amma!!!"
Ég veit að ég er að verða fertug, en ég held ég seti mörkin við fimmtíu árin, sama hversu góður maðurinn er. Úff, ég sé fram á erfiða tíma.
Núna þegar ég er búin að vera skilin í rúmt ár, finnst henni greinilega tími til kominn að fara að gera eitthvað í málunum. Henni finnst greinilegt að ég þurfi hjálp. Þetta samtal átti sér stað um helgina, þegar ég var á ömmu- og afavakt:
Amma: "Ég er búin að finna frábæran eiginmann fyrir þig"
Ég: "Amma, ég er ekki að leita mér að eiginmanni"
Amma: "Já en hann er svo góður maður og á fullt af peningum"
Ég: "Amma, hættu nú. Ég hef alltaf sagt þér að ég gifti mig ekki fyrir peninga"
Amma: "Já, en þetta er svo góður maður. Pabbi hans býr hérna í blokkinni."
Ég (frekar hikandi): "Hvað er þetta eiginlega gamall maður??"
Amma: "Hann er að nálgast sextugt"
Ég: "Amma!!!"
Ég veit að ég er að verða fertug, en ég held ég seti mörkin við fimmtíu árin, sama hversu góður maðurinn er. Úff, ég sé fram á erfiða tíma.
Wednesday, October 19, 2005
Veikindi
Sonurinn er á öðrum degi veikinda. Hann er búinn að vera með hósta og kvef og rétt yfir 38 stiga hita. Hann er alltaf mjög sprækur þegar hann er veikur og eflist með hverri kommu. Þess vegna var hálf freistandi að senda hann bara í skólann í morgunn. Er ég mjög slæm móðir?
Ég fer í vinnu á morgun. Það er komið að pabbanum að vera heima og leika.
Ég fer í vinnu á morgun. Það er komið að pabbanum að vera heima og leika.
Sunday, October 16, 2005
The Verve
Ég er búin að eignast nýja uppáhaldshljómsveit. Ég hef nýverið kynnst tónlist The Verve og er mjög hrifin af henni. Mjög þægileg lög og afslappandi. Akkúrat það sem ég þarf þessa dagana.
Búin að vera á afa-og ömmuvakt um helgina. Það eru svo margir erlendis að ég þarf að hlaupa í skarðið. Ekkert mál, bara gaman að geta hjálpað fólki sem manni þykir vænt um.
Búin að vera á afa-og ömmuvakt um helgina. Það eru svo margir erlendis að ég þarf að hlaupa í skarðið. Ekkert mál, bara gaman að geta hjálpað fólki sem manni þykir vænt um.
Tuesday, October 11, 2005
Mjög spes heimsókn
Hann afi minn varð 94 ára á laugardaginn. Samkvæmt honum ætti hann að vera löngu dauður. Hann var nefnilega staðráðinn í því að deyja þegar hann yrði 90 ára. En það er nú önnur saga.
Hann er geymdur inná Landakoti þessa dagana, því amma þarf hvíld frá því að annast hann. Hún er 82 ára gömul og á sem sagt að geta séð um gamla manninn. Again..önnur saga.
Við mæðginin ákváðum að skella okkur í heimsókn til afa gamla. Hann er inná læstri deild á Landakoti, því ekki má gamla fólkið sleppa út. Þetta var fyrsta heimsókn mín á þessa deild, svo ég vissi varla við hverju var að búast. Þegar við komum inn á stofuna, hittum við fyrir herbergisfélaga afa. Hann sagði að afi hefði skroppið frá. Það þurfti að gera leit að honum, því hann virtist hafa týnst í augnablikinu. Hann fannst svo inná klósetti. Hann var mjög glaður að sjá okkur og virtist þekkja okkur, þó hann kynnti okkur fyrir herbergisfélaga sínum sem frænda sinn og frænku. Þeir félagarnir eru á sama aldri og búnir að uppgötva það að þeir voru saman í sveit í Borgarfirði. Afi uppgötvaði nefnilega að hann hefði séð Erling á hjóli, fyrir 80 árum. (Hann getur ekki munað hvað hann gerði fyrir 5 mínútum). Þeir kappar eru alveg á sömu bylgjulengd og skilja hvorn annan mjög vel. Jæja, hvað um það. Sonur minn vildi náttúrulega vera mannalegur og segja fréttir. Hann sagði því "Langafi, ég er búinn að missa tönn". Hann sýndi svo langafa skarðið, stoltur. Erlingur vildi greinilega ekki vera minni maður og sagði "Ég er ekki með neinar tennur". Með það sama reif hann út úr sér góminn og sýndi syni mínum upp í munninn á sér. Sá stutti varð alveg orðlaus. Ekki minnkaði undrunin þegar langafi tók svo sína brú út úr munninum, bara svona til að vera með.
Sonur minn þagði alveg þangað til að hann var kominn út í bílinn aftur. Ég gat ekki stillt mig um að nota tækifærið og segja við hann að svona yrði maður ef maður væri ekki nógu duglegur að bursta tennurnar. Það svínvirkaði.
Hann er geymdur inná Landakoti þessa dagana, því amma þarf hvíld frá því að annast hann. Hún er 82 ára gömul og á sem sagt að geta séð um gamla manninn. Again..önnur saga.
Við mæðginin ákváðum að skella okkur í heimsókn til afa gamla. Hann er inná læstri deild á Landakoti, því ekki má gamla fólkið sleppa út. Þetta var fyrsta heimsókn mín á þessa deild, svo ég vissi varla við hverju var að búast. Þegar við komum inn á stofuna, hittum við fyrir herbergisfélaga afa. Hann sagði að afi hefði skroppið frá. Það þurfti að gera leit að honum, því hann virtist hafa týnst í augnablikinu. Hann fannst svo inná klósetti. Hann var mjög glaður að sjá okkur og virtist þekkja okkur, þó hann kynnti okkur fyrir herbergisfélaga sínum sem frænda sinn og frænku. Þeir félagarnir eru á sama aldri og búnir að uppgötva það að þeir voru saman í sveit í Borgarfirði. Afi uppgötvaði nefnilega að hann hefði séð Erling á hjóli, fyrir 80 árum. (Hann getur ekki munað hvað hann gerði fyrir 5 mínútum). Þeir kappar eru alveg á sömu bylgjulengd og skilja hvorn annan mjög vel. Jæja, hvað um það. Sonur minn vildi náttúrulega vera mannalegur og segja fréttir. Hann sagði því "Langafi, ég er búinn að missa tönn". Hann sýndi svo langafa skarðið, stoltur. Erlingur vildi greinilega ekki vera minni maður og sagði "Ég er ekki með neinar tennur". Með það sama reif hann út úr sér góminn og sýndi syni mínum upp í munninn á sér. Sá stutti varð alveg orðlaus. Ekki minnkaði undrunin þegar langafi tók svo sína brú út úr munninum, bara svona til að vera með.
Sonur minn þagði alveg þangað til að hann var kominn út í bílinn aftur. Ég gat ekki stillt mig um að nota tækifærið og segja við hann að svona yrði maður ef maður væri ekki nógu duglegur að bursta tennurnar. Það svínvirkaði.
Saturday, October 08, 2005
Desperate Housewives
Ég get ekki neitað því að ég er mjög hrifin af þessum þáttum, enda ber titill bloggsins míns þess merki. Við Hildigunnur eigum eitt sameiginlegt. Við getum hvorugar beðið eftir því að "þátturinn okkar", sé sýndur í sjónvarpinu. Þess vegna fór ég krókaleiðir og útvegaði mér tvo fyrstu þættina í næstu seríu. Ég varð ekki fyrir vonbrigðum. Í lok seinni þáttarins var sýnt úr næsta þætti og nú er ég að farast úr óþolinmæði.
Thursday, October 06, 2005
Kisa er lasin
Greyið Trítla mín er ósköp aumingjaleg að sjá í dag. Hún var í árlegri sprautu í gær og hún virðist eitthvað hafa farið illa í hana. Hún vill ekki tala við neinn og helst vera látin í friði. Í morgun ældi hún svo yfir stofuteppið og var voðalega vesældarleg.
Ég var með mikið samviskubit að skilja greyið eftir eina heima. Það hvarflar að mér að fara fyrr heim í dag, því ekki get ég hringt í hana til að athuga hvernig henni líður.
Ég var með mikið samviskubit að skilja greyið eftir eina heima. Það hvarflar að mér að fara fyrr heim í dag, því ekki get ég hringt í hana til að athuga hvernig henni líður.
Wednesday, October 05, 2005
Neyðin kennir naktri konu..
að það má nota ýmislegt til að skafa bílrúður. Stundum er maður vitur eftir á. Ég var að spá í að koma við á bensínstöð í gær og kaupa sköfu. Ég á nefnilega enga sköfu, hún brotnaði í átökum síðasta veturs.
Núna er maður sem sagt fluttur upp í fjöll og þá eru helmingi meiri líkur á morgunsköfun, heldur en í miðbænum. Bíllinn minn var þakinn þykku hrími í morgun og engin fannst skafan. Ég stormaði náttúrulega inn í helgidóm húsmóðurinnar og greip plastspaðann sem ég nota á teflonpönnuna mína. Og hann virkaði ágætlega.
En börnin mín urðu of sein í skólann í morgun, því maður varð að keyra varlega í hálkunni. Meira að segja strætó dansaði um göturnar. Ég ber því ábyrgð á einum punkti hjá unglingnum. Skamm!
Núna er maður sem sagt fluttur upp í fjöll og þá eru helmingi meiri líkur á morgunsköfun, heldur en í miðbænum. Bíllinn minn var þakinn þykku hrími í morgun og engin fannst skafan. Ég stormaði náttúrulega inn í helgidóm húsmóðurinnar og greip plastspaðann sem ég nota á teflonpönnuna mína. Og hann virkaði ágætlega.
En börnin mín urðu of sein í skólann í morgun, því maður varð að keyra varlega í hálkunni. Meira að segja strætó dansaði um göturnar. Ég ber því ábyrgð á einum punkti hjá unglingnum. Skamm!
Tuesday, October 04, 2005
Klukkedí klukk
Ég var klukkuð af Kibbu fyrir all-nokkru síðan og ætla hér með að uppljóstra ýmsu um sjálfa mig.
1. Ég elska börn. Ég hef oft velt því fyrir mér að læra að verða leikskólakennari, því mér finnst ekkert eins gefandi og að vera innan um börn.
2. Börnin mín eru númer eitt í mínu lífi. Ég myndi gera allt fyrir börnin mín og er yfirleitt tilbúin til að fórna öllu fyrir þau. Ekki má heldur gleyma kisu, sem hefur hjálpað mér í gegnum marga sorgardagana. Ég gæti heldur ekki lifað án fjölskyldunnar minnar og traustra vina.
3. Ég elska að ferðast. Fyrir utan sönginn, eru ferðalög í uppáhaldi. Ef ég ætti skrilljón krónur, myndi ég leggjast í ferðalög.
4. Ég á ekki auðvelt með að eignast vini. Ég er fljót að kynnast fólki, en vantar stundum sjálfstraust til að stofna til vináttu. Soldið óörugg inn við beinið og finnst ekkert sjálfgefið að fólki líki við mig.
5. Ég hræðist dauðann meira en nokkuð annað. Þessi hræðsla getur stundum verið erfið og ég á það til að lamast af ótta við þá tilhugsun að ég eigi eftir að deyja og öll mín vitund eigi eftir að slokkna. (Ég trúi ekki á framhaldslíf).
Mig langar að klukka Hörpu, Hildigunni, Opel og Farfuglinn. Kibba, Hryssa og Elín hafa nú þegar verið klukkaðar (og kannski hinar líka, maður fylgist stundum ekki nógu vel með).
1. Ég elska börn. Ég hef oft velt því fyrir mér að læra að verða leikskólakennari, því mér finnst ekkert eins gefandi og að vera innan um börn.
2. Börnin mín eru númer eitt í mínu lífi. Ég myndi gera allt fyrir börnin mín og er yfirleitt tilbúin til að fórna öllu fyrir þau. Ekki má heldur gleyma kisu, sem hefur hjálpað mér í gegnum marga sorgardagana. Ég gæti heldur ekki lifað án fjölskyldunnar minnar og traustra vina.
3. Ég elska að ferðast. Fyrir utan sönginn, eru ferðalög í uppáhaldi. Ef ég ætti skrilljón krónur, myndi ég leggjast í ferðalög.
4. Ég á ekki auðvelt með að eignast vini. Ég er fljót að kynnast fólki, en vantar stundum sjálfstraust til að stofna til vináttu. Soldið óörugg inn við beinið og finnst ekkert sjálfgefið að fólki líki við mig.
5. Ég hræðist dauðann meira en nokkuð annað. Þessi hræðsla getur stundum verið erfið og ég á það til að lamast af ótta við þá tilhugsun að ég eigi eftir að deyja og öll mín vitund eigi eftir að slokkna. (Ég trúi ekki á framhaldslíf).
Mig langar að klukka Hörpu, Hildigunni, Opel og Farfuglinn. Kibba, Hryssa og Elín hafa nú þegar verið klukkaðar (og kannski hinar líka, maður fylgist stundum ekki nógu vel með).
Monday, October 03, 2005
Skemmtilega vandræðalegt
Tónleikarnir tókust svona lala. Ekki nægur metnaður í kórnum og prógramminu eiginlega rennt í gegn af gömlum vana. Það var líka hægt að greina það hverjir hefðu farið með í ferðina og hverjir ekki, því sumir voru orðnir ansi ryðgaðir.
En það skemmtilegasta við tónleikana, var að ég hitti loksins Hildigunni bloggvinkonu mína. Ákvað að hleypa bara í mig kjarki og láta vaða. Ég er nefnilega soldið feimin inn við beinið. Í stuttu máli varð þetta soldið skemmtilega vandræðaleg uppákoma, en varla við öðru að búast.
Ég var spurð að því hvort ég þekkti Hildigunni og ég vissi eiginlega ekki hverju ég átti að svara. Ég þekki hana, en samt eiginlega ekki. Skemmtilega skondið þetta blogg.
En það skemmtilegasta við tónleikana, var að ég hitti loksins Hildigunni bloggvinkonu mína. Ákvað að hleypa bara í mig kjarki og láta vaða. Ég er nefnilega soldið feimin inn við beinið. Í stuttu máli varð þetta soldið skemmtilega vandræðaleg uppákoma, en varla við öðru að búast.
Ég var spurð að því hvort ég þekkti Hildigunni og ég vissi eiginlega ekki hverju ég átti að svara. Ég þekki hana, en samt eiginlega ekki. Skemmtilega skondið þetta blogg.