Monday, October 24, 2005
Amma mín
Hún er nú alveg sérstök hún amma mín. Eitt af því fyrsta sem ég bloggaði um, var árátta hennar að leita að eiginmanni handa mér þegar ég var yngri og ógift.
Núna þegar ég er búin að vera skilin í rúmt ár, finnst henni greinilega tími til kominn að fara að gera eitthvað í málunum. Henni finnst greinilegt að ég þurfi hjálp. Þetta samtal átti sér stað um helgina, þegar ég var á ömmu- og afavakt:
Amma: "Ég er búin að finna frábæran eiginmann fyrir þig"
Ég: "Amma, ég er ekki að leita mér að eiginmanni"
Amma: "Já en hann er svo góður maður og á fullt af peningum"
Ég: "Amma, hættu nú. Ég hef alltaf sagt þér að ég gifti mig ekki fyrir peninga"
Amma: "Já, en þetta er svo góður maður. Pabbi hans býr hérna í blokkinni."
Ég (frekar hikandi): "Hvað er þetta eiginlega gamall maður??"
Amma: "Hann er að nálgast sextugt"
Ég: "Amma!!!"
Ég veit að ég er að verða fertug, en ég held ég seti mörkin við fimmtíu árin, sama hversu góður maðurinn er. Úff, ég sé fram á erfiða tíma.
Núna þegar ég er búin að vera skilin í rúmt ár, finnst henni greinilega tími til kominn að fara að gera eitthvað í málunum. Henni finnst greinilegt að ég þurfi hjálp. Þetta samtal átti sér stað um helgina, þegar ég var á ömmu- og afavakt:
Amma: "Ég er búin að finna frábæran eiginmann fyrir þig"
Ég: "Amma, ég er ekki að leita mér að eiginmanni"
Amma: "Já en hann er svo góður maður og á fullt af peningum"
Ég: "Amma, hættu nú. Ég hef alltaf sagt þér að ég gifti mig ekki fyrir peninga"
Amma: "Já, en þetta er svo góður maður. Pabbi hans býr hérna í blokkinni."
Ég (frekar hikandi): "Hvað er þetta eiginlega gamall maður??"
Amma: "Hann er að nálgast sextugt"
Ég: "Amma!!!"
Ég veit að ég er að verða fertug, en ég held ég seti mörkin við fimmtíu árin, sama hversu góður maðurinn er. Úff, ég sé fram á erfiða tíma.
Comments:
<< Home
Amma er one of a kind! Tala nú ekki um þegar hún reynir að koma manni út með frændum manns! Ég er sem betur fer off the hook. Gangi þér bara vel ;)
Kveðja,
Sis
Kveðja,
Sis
I know! Hún lætur mig ekki í friði, þó ég sé búin að benda henni á það að Bögga frænka sé eiginlega á undan mér í röðinni.
hahahahaha....
Alltaf gaman þegar aldraðir ættingjar manns átta sig ekki á því að við erum komin í 21. öldina þar sem konur geta gert það sem þeim sýnist án þess að hafa einhvern kaddl hangandi utan í sér.
Ég á einmitt slíka ættingja líka. Míns er nú orðin það gömul að ég á samkvæmt uppskriftinni að vera komin með mann og í það minnsta eitt barn skv. þeirra ætlunum. Hef verið spurð að því hvort ég sé lesbía :D
Alltaf gaman þegar aldraðir ættingjar manns átta sig ekki á því að við erum komin í 21. öldina þar sem konur geta gert það sem þeim sýnist án þess að hafa einhvern kaddl hangandi utan í sér.
Ég á einmitt slíka ættingja líka. Míns er nú orðin það gömul að ég á samkvæmt uppskriftinni að vera komin með mann og í það minnsta eitt barn skv. þeirra ætlunum. Hef verið spurð að því hvort ég sé lesbía :D
Sem betur fer hefur enginn ættingi minn reynt þetta, en frænka vinkonu minnar réðst einu sinni á hana í fjölskylduboði og spurði hana hvort hún gæti ekki bara farið á djammið og búið til barn. Fyrir framan alla fjölskylduna!
Já, ég er e.t.v. heppin eftir allt saman að eiga ekki aldraða ættingja.
Nema hvað - að ég var í jarðarför á föstudag og þá sá ég mér til undrunar að þekkti 2 frændur mína... en þó ekki eins náið og þeir vildu á sínum tíma!!!
Post a Comment
Nema hvað - að ég var í jarðarför á föstudag og þá sá ég mér til undrunar að þekkti 2 frændur mína... en þó ekki eins náið og þeir vildu á sínum tíma!!!
<< Home