Monday, October 31, 2005
Afmælisdagur
Þá er litli guttinn orðinn 7 ára. Hann var svo spenntur fyrir þessum afmælisdegi að hann ætlaði varla að geta sofið í nótt. Afmælisveislan verður haldin í dag, fyrir bekkjarfélaga. Það eru allir fjölskyldumeðlimir svo uppteknir að það verður sjálfsagt ekkert fjölskylduafmæli í þetta skiptið. Ég ákvað að best væri að halda afmælið í Veröldin Okkar. Þar gætu svona guttar fengið útrás og hoppað og skoppað án þess að skemma neitt.
Það verður líka eitthvað svo þægilegt að geta bara mætt í afmælið og farið svo heim, án þess að þurfa að eyða orku í frágang og uppvask.
Það verður líka eitthvað svo þægilegt að geta bara mætt í afmælið og farið svo heim, án þess að þurfa að eyða orku í frágang og uppvask.
Comments:
<< Home
Til hamingju með drenginn. Ég hef reynslu af þessu - er alveg frábært. Svo var fjölskylduafmæli heima, fámennt en góðmennt.
Post a Comment
<< Home