Tuesday, October 04, 2005

 

Klukkedí klukk

Ég var klukkuð af Kibbu fyrir all-nokkru síðan og ætla hér með að uppljóstra ýmsu um sjálfa mig.

1. Ég elska börn. Ég hef oft velt því fyrir mér að læra að verða leikskólakennari, því mér finnst ekkert eins gefandi og að vera innan um börn.

2. Börnin mín eru númer eitt í mínu lífi. Ég myndi gera allt fyrir börnin mín og er yfirleitt tilbúin til að fórna öllu fyrir þau. Ekki má heldur gleyma kisu, sem hefur hjálpað mér í gegnum marga sorgardagana. Ég gæti heldur ekki lifað án fjölskyldunnar minnar og traustra vina.

3. Ég elska að ferðast. Fyrir utan sönginn, eru ferðalög í uppáhaldi. Ef ég ætti skrilljón krónur, myndi ég leggjast í ferðalög.

4. Ég á ekki auðvelt með að eignast vini. Ég er fljót að kynnast fólki, en vantar stundum sjálfstraust til að stofna til vináttu. Soldið óörugg inn við beinið og finnst ekkert sjálfgefið að fólki líki við mig.

5. Ég hræðist dauðann meira en nokkuð annað. Þessi hræðsla getur stundum verið erfið og ég á það til að lamast af ótta við þá tilhugsun að ég eigi eftir að deyja og öll mín vitund eigi eftir að slokkna. (Ég trúi ekki á framhaldslíf).

Mig langar að klukka Hörpu, Hildigunni, Opel og Farfuglinn. Kibba, Hryssa og Elín hafa nú þegar verið klukkaðar (og kannski hinar líka, maður fylgist stundum ekki nógu vel með).

Comments:
Kórferðalög hljóta að vera það skemmtilegasta sem þú veist, skv lið 3 :-)

Löngu klukkuð, sorrí, (19.9) líka farfuglinn.
 
Þú getur rétt ímyndað þér. Enda á ég eftir að lifa á þessari ferð lengi.

Ég gat kíkt á klukkið hjá farfugli, en ekki var eins auðvelt að finna þitt.
 
það er neðarlega á þessari síðu, ég kann ekki að vísa beint í færslur.
 
Ég trúi ekki heldur á framhaldslíf og já, það getur verið svolítið fúl tilhugsun að verða á endanum að engu.

En þá er bara að njóta lífsins á meðan það varir. :)
 
Kemst ekki í fyrstu færslurnar.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?