Wednesday, October 05, 2005
Neyðin kennir naktri konu..
að það má nota ýmislegt til að skafa bílrúður. Stundum er maður vitur eftir á. Ég var að spá í að koma við á bensínstöð í gær og kaupa sköfu. Ég á nefnilega enga sköfu, hún brotnaði í átökum síðasta veturs.
Núna er maður sem sagt fluttur upp í fjöll og þá eru helmingi meiri líkur á morgunsköfun, heldur en í miðbænum. Bíllinn minn var þakinn þykku hrími í morgun og engin fannst skafan. Ég stormaði náttúrulega inn í helgidóm húsmóðurinnar og greip plastspaðann sem ég nota á teflonpönnuna mína. Og hann virkaði ágætlega.
En börnin mín urðu of sein í skólann í morgun, því maður varð að keyra varlega í hálkunni. Meira að segja strætó dansaði um göturnar. Ég ber því ábyrgð á einum punkti hjá unglingnum. Skamm!
Núna er maður sem sagt fluttur upp í fjöll og þá eru helmingi meiri líkur á morgunsköfun, heldur en í miðbænum. Bíllinn minn var þakinn þykku hrími í morgun og engin fannst skafan. Ég stormaði náttúrulega inn í helgidóm húsmóðurinnar og greip plastspaðann sem ég nota á teflonpönnuna mína. Og hann virkaði ágætlega.
En börnin mín urðu of sein í skólann í morgun, því maður varð að keyra varlega í hálkunni. Meira að segja strætó dansaði um göturnar. Ég ber því ábyrgð á einum punkti hjá unglingnum. Skamm!