Thursday, October 06, 2005
Kisa er lasin
Greyið Trítla mín er ósköp aumingjaleg að sjá í dag. Hún var í árlegri sprautu í gær og hún virðist eitthvað hafa farið illa í hana. Hún vill ekki tala við neinn og helst vera látin í friði. Í morgun ældi hún svo yfir stofuteppið og var voðalega vesældarleg.
Ég var með mikið samviskubit að skilja greyið eftir eina heima. Það hvarflar að mér að fara fyrr heim í dag, því ekki get ég hringt í hana til að athuga hvernig henni líður.
Ég var með mikið samviskubit að skilja greyið eftir eina heima. Það hvarflar að mér að fara fyrr heim í dag, því ekki get ég hringt í hana til að athuga hvernig henni líður.
Comments:
<< Home
Hún er öll að braggast, sem betur fer. Þetta voru víst bara eftirköst eftir sprautuna. Ég er farin að sjá það að ég á í raun 3 börn.;)
Post a Comment
<< Home