Sunday, July 24, 2005

 

Dugleg vid DVD

Ég hef gert mikið af því að leigja mér DVD undanfarið. Í stuttu máli hef ég þetta að segja um myndirnar:

The life and death of Peter Sellers - Mjög sérstök mynd, vel leikin, soldið neikvæð mynd dregin upp af Peter Sellers.

Birth - Ekkert spes mynd. Komst að því í kreditlista að ég hef hitt aðalframleiðanda myndarinnar (montin!)

Ray - Mjög góð mynd. Vel leikin og áhrifamikil.

Hide and Seek - Olli mér töluverðum vonbrigðum. DeNiro er bara ekki góður í þessari mynd og plott hálf misheppnað. Eina jákvæða við þessa mynd er Dakota Fanning.

Hitch - Æ ég veit það ekki. Will Smith fór í taugarnar á mér, en það má brosa út í annað í sumum atriðum.

Panic Room - Ágætis Thriller.

Meet the Fockers - Skemmtileg afþreying. Jafn góð og sú fyrri.

Closer - Æ nei, ekki mynd að mínu skapi. Fallegir leikarar, thats it.

Sideways - Ég veit að allir lofa þessa mynd en þar sem ég er hreinskilin verð ég að segja að mér líkaði hún alls ekki.

Lemony Snicket - Létt og ágætis afþreying. Ekta fjölskyldumynd.

White Noise - Kom á óvart. Horfði á hana ein í myrkrinu og hef ekki orðið eins hrædd, síðan ég sá Sixth Sense.

Ocean's Twelve - Ekki eins góð og sú fyrri, eiginlega bara endurtekning. Vonbrigði.

Þannig að besta myndin er tvímælalaust Ray. Alger perla.

Comments:
Veistu! ég er svooo sammála þér.

Ray var snilld. Það er engin furða að Jamie Foxx vann óskarinn fyrir hana. White noise kemur skemmtilega á óvart. Bara ágætis thriller. Sideways... hún á víst að vera alveg gasalega brill. Mér fannst hún hundleiðinleg. Hitch er skemmtileg, skemmtilegri en ég þorði að vona. Meet the fockers var virkilega fyndin.
 
Mig langar svo innilega ekkert að sjá Sideways þótt hún eigi að vera eitthvert algjört æði.
Mig langar samt að sjá Hide and seek.
Meet the Fockers var fyndin.
 
Hide and Seek er svo sem ágæt, en gekk bara ekki alveg upp.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?