Friday, July 01, 2005

 

Missti mig á tónleikunum

Ég er ekki frá því að ég hafi hreinlega misst mig á tónleikunum í gær. Ég hoppaði og skoppaði, klappaði og söng hástöfum. Það var heldur ekki annað hægt, þetta voru svo æðislegir tónleikar. Ég spáði nú í það hvort það væri sæmandi fyrir húsmóður úr Kópavoginum að verða svona stjórnlaus á tónleikum, en ákvað að ég ætti skilið að fá útrás. Ég stóð frekar framarlega, allavega nógu framarlega til að sjá goðin mjög vel og vera í troðningnum.

Fyrir 20 árum voru þetta átrúnaðargoðin. Ég átti allar plöturnar, veggi þakta plakötum og kunni alla textana. Ég var rosalega skotin í John Taylor og dreymdi um að sjá þá. Loksins þegar ég svo fékk að sjá þá, var ég síður en svo fyrir vonbrigðum. Þeir eru ennþá sætir og flottir og John er ennþá rosalega sexí í leðurbuxum og alles.

Ég á eftir að vera í sæluvímu í langan tíma.

Comments:
Ég var ekki svona mikill Duran Duran aðdáandi á sínum tíma, en þetta voru flottir tónleikar og auðvitað er það viðeigandi hegðun á tónleikum að hrífast með. Lífið er stutt og við eigum að njóta þess. :)
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?