Friday, July 15, 2005

 

Frábær leikjanámskeið hjá Breiðablik

Sonur minn er búinn að vera á leikjanámskeiðum hjá Breiðablik í 4 vikur. Ég var hrædd um að honum færi að leiðast að vera í svona langan tíma, en ónei alls ekki. Hann er allan daginn frá 9-4 og er aldrei tilbúinn til að fara heim þegar ég sæki hann. Hann er búinn að eignast fullt af vinum og svo dýrkar hann starfsfólkið.

Það er greinilegt að mjög vel hefur verið staðið að skipulagningu og svo náttúrulega fyrsta flokks starfsfólk. Þessir krakkar leggja sig fram 200% og eru bara hreinlega frábær. Þau setja fram dagskrá sem er mjög fjölbreytt og áhugaverð fyrir þennan aldur.

Ég hefði aldrei trúað því að leikjanámskeið gætu verið svona vel skipulögð og skemmtileg. Áfram Breiðablik!

Comments: Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?