Monday, July 11, 2005

 

Umferðarvölundarhús

Það er ekki auðvelt að keyra um Reykjavík í dag. Gatnakerfið minnir sum staðar á völundarhús. Ég lenti í þvílíkum ógöngum, þegar ég var að keyra vestur á Nes í gær. Búið að grafa allt í sundur og taka gatnamót og ég veit ekki hvað og hvað. Þegar ég ætlaði að beygja af Bústaðarvegi á leið vestureftir, lenti ég á akrein þar sem ég var á leiðinni upp í Hlíðar. Ég öfunda ekki óvana utanbæjarmenn og konur sem þurfa að komast milli staða. Þetta er algert púsl, beyja hérna til að komast þangað og taka krók þarna til að komast hingað.

Kringlumýrarbrautin er ekkert skárri og líkist helst keilubraut. Allir áttavilltir á milli akgreina og vita ekkert hvert þeir stefna. Ekki nema þar sem keiluraðirnar leiða mann áfram. Það var nú hálf freistandi að láta vaða á keilurnar, en þá hefði líka allt farið til fjandans!.

Comments: Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?