Thursday, July 21, 2005
Ég er svo orkulaus
Finnst það einhvern veginn flottara en að segja að ég sé löt. Ég nenni varla að drattast fram úr rúminu á morgnana. Kenni því um að ég þarf ekki að koma neinum á lappir og þess vegna er ekkert sem dregur mig fram úr.
Ég komst líka illilega að því í gær að ég hef ekkert hjólaþrek lengur. Ég tók fram hjólið og ætlaði bara svona að skella mér í hjólatúr. Ég var farin að pústa í fyrstu brekku og sá fram á að þurfa súrefniskút. Þess vegna keyrði ég með hjólið í skottinu niðrá bensínstöð til að pumpa í dekkin. Sá ekki fram á að meika það að hjóla fram og til baka. Verð að bæta úr þessu. Sjittafokk, ekki ætla ég að fara að gangast við því að ég sé að verða gömul!
Ég komst líka illilega að því í gær að ég hef ekkert hjólaþrek lengur. Ég tók fram hjólið og ætlaði bara svona að skella mér í hjólatúr. Ég var farin að pústa í fyrstu brekku og sá fram á að þurfa súrefniskút. Þess vegna keyrði ég með hjólið í skottinu niðrá bensínstöð til að pumpa í dekkin. Sá ekki fram á að meika það að hjóla fram og til baka. Verð að bæta úr þessu. Sjittafokk, ekki ætla ég að fara að gangast við því að ég sé að verða gömul!
Comments:
<< Home
Ég náttúrulega þekki þig ekki neitt og veit ekkert um þig eða status á þínu heilbrigði. En oftast nær þá má rekja svona þreytu eins og þú lýsir til andlegs stress og/eða þunglyndi. Þ.e. orsökin er ekki líkamleg.
Á hinn bóginn þá eigum við öll okkar slæmu og slöppu daga.
Post a Comment
Á hinn bóginn þá eigum við öll okkar slæmu og slöppu daga.
<< Home