Tuesday, July 05, 2005
Leyndarmál
Innst inní mér blundar lítill hippi sem vill ganga í snjáðum gallabuxum, bol og Converse skóm. Finnst best að slappa af og njóta lífsins. Ég er líka mjög hrifin af svokallaðri sígaunatísku sem virðist vera allsráðandi núna. Var meira að segja að spá í hvort Converse skór færu ekki bara vel við síða krumpupilsið mitt.
EN það er einn gallli á gjöf Njarðar. Mér finnst eiginlega ekki viðeigandi að kona í virðulegri stöðu, klæði sig þannig. Þar af leiðandi get ég bara klæðst þannig fatnaði utan vinnutíma. Stundum verð ég róttæk og blanda hippatískunni minni saman við "vinnuúniformið". Ég á samt ennþá eftir að þora að mæta í Converse skóm í vinnuna. En maður á víst aldrei að segja aldrei. Ég get líka alveg skipt um vinnu og farið úr jakkafataumhverfinu í starf þar sem Converse skór þykja bara partur af lúkkinu.
EN það er einn gallli á gjöf Njarðar. Mér finnst eiginlega ekki viðeigandi að kona í virðulegri stöðu, klæði sig þannig. Þar af leiðandi get ég bara klæðst þannig fatnaði utan vinnutíma. Stundum verð ég róttæk og blanda hippatískunni minni saman við "vinnuúniformið". Ég á samt ennþá eftir að þora að mæta í Converse skóm í vinnuna. En maður á víst aldrei að segja aldrei. Ég get líka alveg skipt um vinnu og farið úr jakkafataumhverfinu í starf þar sem Converse skór þykja bara partur af lúkkinu.
Comments:
<< Home
elskan mín ég mana þig til að mæta í converse í vinnuna, ég man ekki betur en enginn hafi sagt múkk þegar ég keypti mér rauðu strigaskóna og mætti í þeim í tíma og ótíma. endilega hristu upp í straujuðu körlunum þarna í horninu... hehe
Hehe ég sæi nú bara svipinn á sumum ef ég myndi gera það. Annars væri allt í lagi að prófa, hermannabuxur og strigaskór vöktu nú enga sérstaka athygli ;)
Post a Comment
<< Home