Thursday, July 31, 2008

 

Ekki aftur á völlinn

Ég held að ég láti það í friði að fara aftur á völlinn. Eftir tapleikinn í gær, er hvort eð er búið að banna mér að mæta. Ég hef bara séð tvo tapleiki, svo það er spurning hvort nærvera mín boði ógæfu. Knattspyrnumenn eru nefnilega svo hrikalega hjátrúafullir. Ég verð því að snúa mér að einhverju öðru sporti..samhæft sund kemur sterklega inn.

Annars virðist sólin ekki ætla að láta sjá sig í dag og þá er tími til að fara í útréttingar. Ég þarf að skoða fartölvur fyrir dótturina og svo er nú farið að vera langt síðan ég hef heimsótt hana ömmu mína.

Bis bald.

Tuesday, July 29, 2008

 

Skyldufrí

Þessa viku er ég í sumarfríi. Það er ekki sumarfrí sem ég valdi að taka, heldur er fyrirtækinu lokað og allir skikkaðir í frí. Ég er fremur örg yfir þessu, þar sem ég vil nýta sumarfríið mitt með börnunum mínum og þau eru hjá föður sínum þessa viku. Finnst fremur hallærislegt að geta ekki stjórnað því hvenær ég nýti mína sumarfrídaga.

Fyrst ég er í fríi, ætla ég mér að reyna að nýta það til ýmissa útréttinga og heimsókna. Það á ennþá eftir að kaupa fartölvu fyrir dótturina, svo það er fyrsta mál á dagskrá. Reyndar hef ég lítið vit á því hvaða staðalbúnaður er nauðsynlegur í svona tölvum, en verður maður ekki bara að reyna að gera sitt besta.

Annars má nú alveg vera sólbaðsveður, svo ég geti legið í afslöppun á fína pallinum mínum.

Sunday, July 27, 2008

 

London calling...again

Tvær vikur til stefnu. Tvær vikur þangað til við mæðgurnar verðum að rölta um stræti Lundúna. Þetta verður ögn afslappaðri ferð en síðast, en samt nóg að gera. Hápunktur ferðarinnar, að mínu mati, verður 16 ára afmælisdagur dótturinnar. Þá ætlum við að skella okkur út að borða og svo á Mamma Mia. Annað hefur ekki verið planað, fyrir utan kvöldmat á Asia de Cuba. Mér er sagt að maturinn þar sé mjög góður. Kannski nær hann að slá út Hakkasan, sem við fórum á í fyrra.

Annars verðum við bara góðar í skoðunarferðum og afslöppun. Ef ég þekki dóttur mína rétt, verður líka eitthvað gert af því að þramma um Oxford stræti. Eins gott að muna eftir því að taka með sér þægilega skó.

Og hitinn í London í dag...28 gráður.

Friday, July 25, 2008

 

Heimilisverndarnefnd

Það er nú kannski eins gott fyrir mig að sú nefnd er ekki til. Annars væri ég í vondum málum. Í öllum galsanum undanfarið, hef ég nefnilega verið að vanrækja heimilið mitt.

En ekki lengur.

Í kvöld ætla ég mér að vera heima og reyna að taka upp tusku. Segja rykinu stríð á hendur. Hver veit nema ég opni eina rauðvínsflösku í leiðinni. Það er eitthvað sem segir mér að það verði miklu skemmtilegra að þrífa með rauðvín í einari..

Thursday, July 24, 2008

 

Önnur helgi framundan

Þá er vikan langt komin og stefnir í aðra frábæra helgi. Það er búið að plata mig á djammið á laugardaginn..nema hvað, en svo held ég jafnvel að ég fari að láta þetta verða gott í bili. Ég veit ennþá ekkert hvað planið er eða hvert ég fer, enda er það bara gaman.

Annars er ég að fara að passa í kvöld. Systir mín og mágur ætla að skella sér á tónleika og ég var fljót að bjóða mig fram í pössun. Hlakka bara til að knúsa litlu frænku mína og galsa soldið í henni.

Life is good.

Monday, July 21, 2008

 

Úti alla nóttina

Ég veit að það þykir svo sem ekkert merkilegt, en ég afrekaði það á laugardagsnóttina að vera úti alla nóttina. Það var eitt af því sem mig langaði að afreka í sumarfríinu, þe. að vera úti á bjartri sumarnótt. Svo nú get ég krossað það út af listanum. Svo er aldrei að vita nema ég endurtaki þetta næsta laugardag, sérstaklega ef veðrið verður gott.

Annars var helgin soldið flókin fyrir mig. Það er þetta með þessar tilfinningar sem stundum viljast flækjast fyrir manni...sérstaklega þegar maður veit eiginlega ekkert hvað er í gangi, eða hvað maður vill. En annars er lífið bara nokkuð gott, sérstaklega eftir svona frábæra helgi. Ekki laust við að þreytan segi svolítið til sín í dag.

Annars bara nokkuð sátt.

Friday, July 18, 2008

 

Lag vikunnar

Þetta lag hefur verið ofarlega í mínum huga þessa vikuna. Alveg í takt við mitt líf undanfarið.

Its no good/Depeche Mode
I'm going to take my time
I have all the time in the world
To make you mine
It is written in the stars above
The gods decree
You'll be right here by my side
Right next to me
You can run, but you cannot hide

Don't say you want me
Don't say you need me
Don't say you love me
It's understood
Don't say you're happy
Out there without me
I know you can't be
'cause it's no good

I'll be fine
I'll be waiting patiently
Till you see the signs
And come running to my open arms
When will you realise
Do we have to wait till our worlds collide
Open up your eyes
You can't turn back the tide

Don't say you want me
Don't say you need me
Don't say you love me
It's understood
Don't say you're happy
Out there without me
I know you can't be
'cause it's no good

I'm going to take my time
I have all the time in the world
To make you mine
It is written in the stars above

Don't say you want me
Don't say you need me
Don't say you love me
It's understood
Don't say you're happy
Out there without me
I know you can't be
'cause it's no good

Tuesday, July 15, 2008

 

Allir á völlinn

Eitt af því sem ég hef alltaf ætlað mér að gera er að horfa á bróður minn spila fótbolta. Hann spilar með meistaraflokki Gróttu. Í kvöld er heimaleikur hjá Gróttu og hvernig sem viðrar, ætla ég mér að mæta. Það er orðið svo langt síðan ég hef farið á fótboltaleik, en ef minnið svíkur ekki hafði ég virkilega gaman af því að fara á leiki hérna í den.

Í gær skellti ég mér á útsölur. Fór í Ikea og keypti fullt af hlutum í eldhúsið. Ég er að sprengja skápana í eldhúsinu, þeir eru troðfullir af dóti. Ég er svona að vona að með þessu sólskini sem er búið að vera í mínu lífi undanfarið, vakni aftur áhuginn á því að elda. Ég var virkilega dugleg að prófa ýmislegt nýtt þegar ég var í hjónabandi, en svo dó áhuginn með hjónabandinu. Hver veit nema ég geti endurvakið hann (áhugann á ég við).

Þetta er að verða svona mánuðurþarseméggerialltþaðsemégætlaðiméralltafaðgera. Nú er bara að fara að herja á vinkonur í næstu viku, ef þær eru heima.

Wednesday, July 09, 2008

 

Hvað á ég að gera næst?

Næsta mánuðinn á ég mig sjálf. Ég verð barnlaus og get eiginlega gert það sem mig langar til. Ég ætla að nota tækifærið og gera allt það sem mig langar til að gera, ég ætla að heimsækja vini (sérstaklega þá sem ég hef ekki séð í óratíð), vera dugleg að hreyfa mig, fara á kaffihús, fara í bíó og fara út á lífið.

Ég elska börnin mín út af lífinu og sakna þeirra mikið, en stundum verður maður að lifa fyrir sjálfan sig.

"Frelsið er yndislegt
ég geri það sem ég vil.
Skyldi maður verða leiður á því
til lengdar að vera til?"

Saturday, July 05, 2008

 

Fyrsti í frelsi

Þetta lítur út fyrir að ætla að verða mjög góð helgi. Það verður þá önnur góð helgin í röð. Ég fór út að borða í gær, með góðum vin. Við vorum eitt sinn bestu vinir, en höfum nýlega endurnýjað kynnin. Það rifjast upp fyrir mér í gærkvöldi, af hverju við vorum svona góðir vinir.

Við byrjuðum kvöldið á að fara á besta veitingarstaðinn í bænum (Santa Maria fyrir þá sem eru ekki að fylgjst með). Staðurinn var þéttsetinn og stemmningin mjög góð. Ég fékk mér uppáhaldsréttinn minn, sem er núna númer 13 á matseðlinum. Eftir kaffi á Kaffi París fórum við í heimahús, þar sem ég kynntist nýju fólki. Þaðan var svo haldið aftur niður í bæ og helstu staðir þræddir. Það var augljóst að margir höfðu lagt leið sína út úr bænum þessa helgina, því það var frekar fámennt í bænum. Það var meira að segja hægt að komast inn á dansgólfið á Apótekinu.

Jæja, to cut a long story short(hehe mikið notað í gær), þá var þetta skemmtilegt kvöld, með góðu fólki. Lag kvöldsins var klárlega Stripped með Ramstein. Það rokkar!

Tuesday, July 01, 2008

 

All night long

Mér finnst þetta lag mjög viðeigandi þessa stundina. Lífið er létt og skemmtilegt, enda sumar og sólin skín (amk. í mínu hjarta).

All night long
The sun is up
I’m feeling great
I’m just enjoying life
Right here in the shade
Lets take a ride, right away
I’ll be by your side
So easy, the easy life
Celebrate the good times

All night long
All night long
Celebrate good times
Come on
All night long

Who’s to tell
What’s to come
All I know is tomorrow
Today will be gone
Get out, out of bed
Put on your blue suede shoes
Get up, up and dance
Celebrate the good times

All night long
All night long
Celebrate good times
Come on
All night long

All night long
All night long
Celebrate good times
Come on
All night long

If your life is like a sad song maybe
You should try and celebrate it, celebrate it

All night long
All night long
Celebrate good times
Come on
All night long

This page is powered by Blogger. Isn't yours?