Saturday, July 05, 2008
Fyrsti í frelsi
Þetta lítur út fyrir að ætla að verða mjög góð helgi. Það verður þá önnur góð helgin í röð. Ég fór út að borða í gær, með góðum vin. Við vorum eitt sinn bestu vinir, en höfum nýlega endurnýjað kynnin. Það rifjast upp fyrir mér í gærkvöldi, af hverju við vorum svona góðir vinir.
Við byrjuðum kvöldið á að fara á besta veitingarstaðinn í bænum (Santa Maria fyrir þá sem eru ekki að fylgjst með). Staðurinn var þéttsetinn og stemmningin mjög góð. Ég fékk mér uppáhaldsréttinn minn, sem er núna númer 13 á matseðlinum. Eftir kaffi á Kaffi París fórum við í heimahús, þar sem ég kynntist nýju fólki. Þaðan var svo haldið aftur niður í bæ og helstu staðir þræddir. Það var augljóst að margir höfðu lagt leið sína út úr bænum þessa helgina, því það var frekar fámennt í bænum. Það var meira að segja hægt að komast inn á dansgólfið á Apótekinu.
Jæja, to cut a long story short(hehe mikið notað í gær), þá var þetta skemmtilegt kvöld, með góðu fólki. Lag kvöldsins var klárlega Stripped með Ramstein. Það rokkar!
Við byrjuðum kvöldið á að fara á besta veitingarstaðinn í bænum (Santa Maria fyrir þá sem eru ekki að fylgjst með). Staðurinn var þéttsetinn og stemmningin mjög góð. Ég fékk mér uppáhaldsréttinn minn, sem er núna númer 13 á matseðlinum. Eftir kaffi á Kaffi París fórum við í heimahús, þar sem ég kynntist nýju fólki. Þaðan var svo haldið aftur niður í bæ og helstu staðir þræddir. Það var augljóst að margir höfðu lagt leið sína út úr bænum þessa helgina, því það var frekar fámennt í bænum. Það var meira að segja hægt að komast inn á dansgólfið á Apótekinu.
Jæja, to cut a long story short(hehe mikið notað í gær), þá var þetta skemmtilegt kvöld, með góðu fólki. Lag kvöldsins var klárlega Stripped með Ramstein. Það rokkar!