Wednesday, July 09, 2008

 

Hvað á ég að gera næst?

Næsta mánuðinn á ég mig sjálf. Ég verð barnlaus og get eiginlega gert það sem mig langar til. Ég ætla að nota tækifærið og gera allt það sem mig langar til að gera, ég ætla að heimsækja vini (sérstaklega þá sem ég hef ekki séð í óratíð), vera dugleg að hreyfa mig, fara á kaffihús, fara í bíó og fara út á lífið.

Ég elska börnin mín út af lífinu og sakna þeirra mikið, en stundum verður maður að lifa fyrir sjálfan sig.

"Frelsið er yndislegt
ég geri það sem ég vil.
Skyldi maður verða leiður á því
til lengdar að vera til?"

Comments:
Njóttu vel!
 
Ógeðslega er ég ánægð með þig mín kæra. Svona á að lifa lífinu - brosandi og jákvætt :)
Knús frá Köben
 
Takk, takk. Þýðir ekkert annað, lífið er of stutt og maður á að njóta hvers dags. (voðaleg speki á föstudegi eitthvað)
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?