Monday, July 21, 2008

 

Úti alla nóttina

Ég veit að það þykir svo sem ekkert merkilegt, en ég afrekaði það á laugardagsnóttina að vera úti alla nóttina. Það var eitt af því sem mig langaði að afreka í sumarfríinu, þe. að vera úti á bjartri sumarnótt. Svo nú get ég krossað það út af listanum. Svo er aldrei að vita nema ég endurtaki þetta næsta laugardag, sérstaklega ef veðrið verður gott.

Annars var helgin soldið flókin fyrir mig. Það er þetta með þessar tilfinningar sem stundum viljast flækjast fyrir manni...sérstaklega þegar maður veit eiginlega ekkert hvað er í gangi, eða hvað maður vill. En annars er lífið bara nokkuð gott, sérstaklega eftir svona frábæra helgi. Ekki laust við að þreytan segi svolítið til sín í dag.

Annars bara nokkuð sátt.

Comments:
Nei heyrðu nú mig - NÚ held ég að þú verðir að koma í kaffi hingað á Bergstaðastrætið, kannski galdra ég fram eitthvað með því líka ;) - ég er svoooo spennt yfir því hvað lífið þitt er frábært þessa dagana :)
knúsar,
e
 
Ekki málið Elín mín, er fremur laus þessa dagana. Er ekki alltaf opið til sex hjá þér?

Gæti td. komið við hjá þér á morgun eftir vinnu.
 
Post a Comment

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?