Thursday, July 31, 2008
Ekki aftur á völlinn
Ég held að ég láti það í friði að fara aftur á völlinn. Eftir tapleikinn í gær, er hvort eð er búið að banna mér að mæta. Ég hef bara séð tvo tapleiki, svo það er spurning hvort nærvera mín boði ógæfu. Knattspyrnumenn eru nefnilega svo hrikalega hjátrúafullir. Ég verð því að snúa mér að einhverju öðru sporti..samhæft sund kemur sterklega inn.
Annars virðist sólin ekki ætla að láta sjá sig í dag og þá er tími til að fara í útréttingar. Ég þarf að skoða fartölvur fyrir dótturina og svo er nú farið að vera langt síðan ég hef heimsótt hana ömmu mína.
Bis bald.
Annars virðist sólin ekki ætla að láta sjá sig í dag og þá er tími til að fara í útréttingar. Ég þarf að skoða fartölvur fyrir dótturina og svo er nú farið að vera langt síðan ég hef heimsótt hana ömmu mína.
Bis bald.