Tuesday, July 29, 2008
Skyldufrí
Þessa viku er ég í sumarfríi. Það er ekki sumarfrí sem ég valdi að taka, heldur er fyrirtækinu lokað og allir skikkaðir í frí. Ég er fremur örg yfir þessu, þar sem ég vil nýta sumarfríið mitt með börnunum mínum og þau eru hjá föður sínum þessa viku. Finnst fremur hallærislegt að geta ekki stjórnað því hvenær ég nýti mína sumarfrídaga.
Fyrst ég er í fríi, ætla ég mér að reyna að nýta það til ýmissa útréttinga og heimsókna. Það á ennþá eftir að kaupa fartölvu fyrir dótturina, svo það er fyrsta mál á dagskrá. Reyndar hef ég lítið vit á því hvaða staðalbúnaður er nauðsynlegur í svona tölvum, en verður maður ekki bara að reyna að gera sitt besta.
Annars má nú alveg vera sólbaðsveður, svo ég geti legið í afslöppun á fína pallinum mínum.
Fyrst ég er í fríi, ætla ég mér að reyna að nýta það til ýmissa útréttinga og heimsókna. Það á ennþá eftir að kaupa fartölvu fyrir dótturina, svo það er fyrsta mál á dagskrá. Reyndar hef ég lítið vit á því hvaða staðalbúnaður er nauðsynlegur í svona tölvum, en verður maður ekki bara að reyna að gera sitt besta.
Annars má nú alveg vera sólbaðsveður, svo ég geti legið í afslöppun á fína pallinum mínum.
Comments:
<< Home
óþolandi svona skyldufrí - en æðislegt þegar það er svona gott veður og hægt að sóla sig á pallinum :)
Post a Comment
<< Home